Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 9. 2013 | 11:00

Monty gagnrýnir Schwartzel fyrir að hóta að hætta að spila á Evrópumótaröðinni vegna 2 af 3 reglunnar

Charl Schwartzel er líkt og lærifaðir hans Ernie Els og Sergio Garcia og fleiri leikmenn ævareiður reglunni um að ekki sé nóg að vera meðal 60 efstu á peningalista Evrópumótaraðarinnar til að mega spila á lokamótinu í Dubaí heldur verði þeir leikmenn líka að hafa keppt í 2 af 3 mótum, sem eru næst á undan mótinu í Dubaí.

Schwartzel fær ekki að spila á lokamótinu í Dubaí, þó hann hefði svo sannarlega keppnisrétt (er í 23. sæti peningalistans) ef ekki væri fyrir 2 af 3 regluna, en hann spilaði hvorki í BMW Masters mótinu né HSBC mótininu í Shanghai.

„Þetta fær mann til að hugsa um framtíð Evrópumótaraðarinnar, ef þeir ætla að halda áfram að búa til svona reglur,“ sagði Schwartzel.

„Ég verð bara að halla mér aftur og hugsa um hvað kemur sér best fyrir mig sem leikmann,“ bætti hann við.

„Ég vil virkilega spila í næstu viku (í Dubaí) en það hafa því miður verið teknar slæmar ákvarðanir (í reglusetningu) og því get ég því miður ekki tekið þátt. Ég ætla ekki að dvelja við þetta en það verður að líta á þetta,“ sagði Schwartzel ennfremur.

„Ég hef talað við (forsvarsmenn) Evrópumótaraðarinnar og þeir ætla að líta á þetta. Ég skil bara ekki af hverju þeir gátu ekki breytt reglunum, því það myndi hafa verið betra fyrir alla.“

Nú hefir Colin Montgomerie (Monty) blandað sér í umræðuna.

„Mér finnst að Evrópumótaröðin ætti að halda fast við regluna,“ sagði Monty.

„Það fyrsta sem styrktaraðili spyr um þegar hann setur 7-8 milljónir í mót er hverjir komi til með að spila í því. Ef maður getur sagt þessum styrktaraðilum að það séu topp-kylfingarnir sem spili þá er það að 2/3 hluta ákvörðunarástæða þeirra að þeir setja yfirleitt peninga í mótið.“

„Leikmennirnir eru að segja að það sé verið að skipa þeim fyrir hvar þeir eigi að spila, en maður ætti ekki að þurfa að skipa einhverjum að spila um 7 milljónir dollara eða hvað? Mesta verðlaunafé í móti þegar ég byrjaði var £400,000 og það var the Swiss Open. Af hverju koma þeir ekki þegar verið er að spila um $7milljónir?  Stöldrum við þetta í 1 mínútu. Þeir eru atvinnumenn og þetta er starf þeirra.“

Og þessi skemmtilegi Skoti (Monty), sem lék 1. hring á sléttu pari á the Maxx Royal vellinum, sem hann hannaði er mjög gagnrýnin á leikmenn sem Schwartzel sem kvarta um ‘burn out’.

„Fólk er að segja að þeir geti ekki spilað 4 mót í röð. Í Guðanna bænum ég spilaði 13 mót í röð þegar ég var upp á mitt besta,“ sagði vígreifur Montgomerie.

„Fjögur mót í röð er ekki mikið, sérstaklega þegar litið er á hverjar aðstæður þeirra eru í dag.  Þeir eru farnir að hegða sér eins og kóngafólk með einkaflugvélar og einkasvítur. Þetta er nú ekki til mikils ætlast, eða hvað (að spila í 2 af 3 mótum fyrir flaggskipsmótið , til þess að þeir fái að spila í því?