Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 9. 2013 | 07:00

Púttuppákoma Olesen – Myndskeið

Danski kylfingurinn Thorbjörn Olesen lenti í skrítinni uppákomu á Turkish Airlines Open.

Hann missti stutt pútt á 12. flöt á 2. hring mótsins, en dómari dæmdi að hann ætti að endurtaka púttið vítalaust.

Þegar skorkort Olesen var skoðað var skolli hans á holunni hins vegar orðinn að skramba, þ.e. endurtekningin á púttinu hefir ekki verið vítalaus fyrir hann.

Til þess að sjá myndskeið af atvikinu SMELLIÐ HÉR: