Gunnhildur Kristjánsdóttir, GKG. Mynd: GÚ
Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 9. 2013 | 12:00

Afmæliskylfingur dagsins: Gunnhildur Kristjánsdóttir – 9. nóvember 2013

Það er Gunnhildur Kristjánsdóttir, sem er afmæliskylfingur dagsins. Gunnhildur er fædd 9. nóvember 1996 og því 17 ára í dag!!! Hún er í Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar (GKG).

Nú í ár tók Gunnhildur þátt í Irish Girls Open, sem fram fór  á golfvelli  Roganstown Golf & Country Club, rétt fyrir utan Dublin á Írlandi 20.-21. apríl. Hún varð í 43. sæti af 71 keppanda.

Særós Eva, GKG og Gunnhildur, GKG

Særós Eva, GKG og Gunnhildur, GKG

Gunnhildur spilaði bæði á Íslandsbankamótaröðinni og Eimskipsmótaröðinni.  Hún byrjaði árið vel á Íslandsbankaröðinni varð í 1. sæti á 1. móti mótaraðarinnar í Þorlákshöfn eftir bráðabana við klúbbfélaga sinn, Særósu Evu Óskarsdóttur en báðar voru á 16 yfir pari eftir hefðbundna 36 holu keppni.  Gunnhildur sigraði einnig í 2. móti Íslandsbankamótaraðarinnar á Hellu á samtals 9 yfir pari og á 3. mótinu Íslandsmótinu í holukeppni á heimavellinum tapaði Gunnhildur naumlega fyrir Íslandsmeistaranum Önnu Sólveigu Snorradóttur, GK 2&1 í úrslitaleik um Íslandsmeistaratitilinn, en tók engu að síður silfrið.

Sigurvegararar í stúlknaflokki 2. f.v. Gunnhildur Kristjánsdóttir, GKG; 2. sæti; Anna Sólveig Snorradóttir, GK Íslandsmeistari, Bryndiís María Ragnarsdóttir, 3. sæti. Mynd: Golf 1

Sigurvegararar í stúlknaflokki á Íslandsmótinu í holukeppni 2013: Önnur. f.v. Gunnhildur Kristjánsdóttir, GKG; 2. sæti; Anna Sólveig Snorradóttir, GK Íslandsmeistari, Bryndiís María Ragnarsdóttir, 3. sæti. Mynd: Golf 1

Í 4. mótinu á Íslandabankamótaröðinni varð Gunnhildur í 3. sæti og á 5. mótinu á Jaðarsvelli varð Gunnhildur í 2. sæti á eftir klúbbfélaga sínum og vinkonu Særósu Evu.  Á 6. mótinu Íslandsmótinu í höggleik tók Gunnhildur bronsið og það sama er að segja um 7. og síðasta mótið á Íslandsbankamótaröðinni 2013, sem fram fór í Grafarholtinu, þar varð Gunnhildur í 3. sæti.

Gunnhildur varð síðan stigameistari GSÍ í stúlknaflokki 2013, eftir glæsilegt keppnistímabil þar sem hún var aldrei lakari í mótum Íslandsbankamóta-raðarinnar en í 3. sætinu!

Gunnhildur varð í 54. sæti af 79 keppendum (körlum og konum) á 1. móti Eimskipsmótaraðarinnar 2013 uppi á Skaga, þ.e. var ein af fáum sem luku keppni í slagviðrinu, sem var í mótinu.

Gunnhildur er Íslandsmeistari með kvennasveit GKG í sveitakeppni, eftir sögulegan sigur á liði GK í Leirunni.

Af öðru markverðu á árinu þá tók Gunnhildur þátt í Unglingaeinvíginu í Mosfellsbæ og og var í liði höfuðborgarinnar í KPMG bikarnum.  Eins tók hún þátt í SoHo Market vormótinu í Úthlíð laugardaginn, 8. júní 2013 og setti nýtt vallarmet af rauðum á Úthlíðarvelli, 3 yfir pari, eða 73 högg!

Gunnhildur er glæsilegur kylfingur og hefir vel staðið undir því að hafa verið valin efnilegasti kylfingur Garðabæjar af ÍTG, 8. janúar 2013.

Sjá má viðtal við afmæliskylfinginn með því að SMELLA HÉR:  Komast má  á facebook síðu Gunnhildar til þess að óska henni til hamingju með afmælið hér að neðan

Gunnhildur Kristjánsdóttir (17 ára – Innilega til hamingju með afmælið!!!)

Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru:   Tom Weiskopf, 9. nóvember 1942 (71 árs afmæli!!!);  Karin Mundinger, 9. nóvember 1959 (54 ára);  David Duval, 9. nóvember 1971 (42 ára) ….. og ……

 

Golf 1 óskar afmæliskylfingnum og öðrum kylfingum sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju með afmælið!

Ef þið viljið koma að afmælisgrein eða láta afmæliskylfings getið í upptalningu kylfinga, sem eiga afmæli hafið samband við golf1@golf1.is