
Rose og GMac gefa Rory ráð
Rory McIlroy hefir átt hræðilegt ár á golfvellinum, eins og allir vita, í ár. Hann er t.a.m. dottinn úr 1. sæti heimslistans niður í 6. sætið.
En ekki bara það, hann var nr. 1 á peningalista Evrópumótaraðarinnar í fyrra, en nú er hann bara í 46. sætinu.
Nú, eftir 3 spilaða hringi á DP World Championship, er hann í 8.-10 sæti af 60 þátttakendum, móti þar sem hann á titil að verja og ætlaði að slá sér upp svona í lok árs, með sigri. 7 högg munar á Rory og Henrik Stenson, sem leiðir í mótinu.
Justin Rose hefir hins vegar trú á Rory. „Að vera með jafnvægi í lífinu hefir áhrif á hvernig golf er spilað,“ sagði Rose og bætti við „Það er erfitt að hafa gott tak á málefnum sínum; við ættum öll að gera okkur grein fyrir því og það sem ég vinn virkilega mikið að í golfinu og lífinu er að skapa jafnvægi en það er ekki alltaf auðvelt.“ Síðan sagði Rose um Rory: „Hann hefir alltaf átt tímabil þar sem hann hefir ekki spilað sérstaklega vel, en allt í einu, búmm er hann óstöðvandi. Ég hef engar áhyggjur af honum.“
GMac (Graeme McDowell) tók undir með Rose og sagði m.a.: „Þegar maður er með jafnvægi í lífinu, þ.e.a.s. utan golfvallarins, þá léttir það á huga og líkama og maður fer að standa sig. Ég tala af eiginn reynslu. Þegar allt er í lagi utan vallar er ég mun ánægðari á vellinum.“
Að hafa jafnvægi á hlutunum er ráðið góða sem vinirnir gefa Rory og það er nokkuð sem fleiri kylfingar mættu vinna að!
- júní. 27. 2022 | 06:00 PGA: Schauffele sigurvegari Travelers
- júní. 26. 2022 | 23:30 Evróputúrinn: Haotong Li sigurvegari BMW International Open e. bráðabana v/Pieters
- júní. 26. 2022 | 23:00 KPMG PGA Women’s Championship: In Gee Chun sigraði!!!
- júní. 26. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Benedikt Árni Harðarsson – 26. júní 2022
- júní. 25. 2022 | 22:00 KPMG PGA Women’s Championship: In Gee Chun leiðir f. lokahringinn
- júní. 25. 2022 | 22:00 Evróputúrinn: Li Haotong leiðir f. lokahring BMW International
- júní. 25. 2022 | 21:00 Áskorendamótaröð Evrópu: Andri Þór og Guðmundur Ágúst náðu ekki niðurskurði á Blot Open de Bretagne
- júní. 25. 2022 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (26/2022)
- júní. 25. 2022 | 18:00 NGL: Aron Snær varð T-13 á UNICHEF meistaramótinu
- júní. 25. 2022 | 17:00 LET: Guðrún Brá og Ólafía Þórunn úr leik í Tékklandi
- júní. 25. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Hrafnkell Óskarsson – 25. júní 2022
- júní. 25. 2022 | 07:00 Íslandsmót golfklúbba 2022: GA Íslands- meistari í fl. 16 ára og yngri drengja
- júní. 24. 2022 | 22:00 LET: Guðrún Brá og Ólafía Þórunn báðar með á Czech Ladies Open
- júní. 24. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Kaname Yokoo —-– 24. júní 2022
- júní. 23. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Flory van Donck – 23. júní 2022