Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 16. 2013 | 09:00

LPGA: Nordqvist, Phatlum og Ryu leiða í hálfleik í Mexíkó

Sænska Solheim Cup stjarnan Anna Nordqvist og So Yeon Ryu frá Suður-Kóreu fengu báðar fugl á lokaholuna á 2. hring Lorena Ochoa Invitational á afmælisdegi gestgjafans (Lorenu Ochoa) í gær, 15. nóvember 2013 og komust þar með upp við hlið  Pornanong Phatlum frá Thaílandi, sem var forystukona 1. dags á mótinu.

Nordqvist og Ryu voru á  5 undir pari,  67 höggum og eru þar með orðnar jafnar Phatlum, en allar eru þær búnar að spila á 9-undir pari, 135  höggum í Guadalajara Country Club.

Nordqvist og Ryu  voru í sama ráshóp.

„Mér finnst alltaf gaman að spila við Önnu,“ sagði Anna. „Við skemmtum okkur svo vel alltaf, ég elska það. Við spiluðum svo vel, sérstaklega á seinni 9. Við slógum vel og hún virtist setja öll fugla pútt niður. Ég var mjög spennt að sjá hana og sjá hvernig hún spilar.“

Nordqvist hefir ekki sigrað síðan í LPGA Tour Championship árið 2009.

„Við erum bara komnar í hálfleik og augljóslega eru bestu (kven-) kylfingar heims hér þannig að það er ekkert hægt að fara að hugsa um sigur eða að leiða í mótinu í augnablikinu,“ sagði Nordqvist. „Við eigum eftir að spila í tvo daga í viðbót, þannig að maður verður bara að leika golfið sitt og reyna að vera á lágu skori.“

Phatlum, sem eins og segir leiddi eftir 1. dag var á 69 höggum annan daginn.

„Ég er mjög ánægð með skorið mitt, en púttin voru ekki góð. Ég missti nokkur stutt pútt.“

Í 4. sæti eru nr. 1 á Rolex-heimslistanum, Inbee Park frá Suður-Kóreu, en hún deilir því sæti með bandarísku kylfingunum Lexi Thompson og Gerinu Piller. Thompson var á besta skori dagsins 64 höggum, Piller var á 65 höggum og Park á 68.

Hin 18 ára Lexi, sem sigraði á LPGA Malaysia í síðasta mánuði, sagði eftir hringinn góða: „Ég fór bara út í dag óhrædd og hélt mig við (mína túlkun á)  (pútt)línunum.  Ég setti niður fleiri pútt í dag og það hjálpar alltaf til (upp á gott skor).“

Inbee Park, sem vann fyrstu 3 risamót ársins hefir ekki sigrað í 8 mótum allt frá því hún sigraði í U.S. Women’s Open seint í júní.

Nr. 2 á Rolex-heimslistanum Suzann Pettersen og nr. 3 Stacy Lewis eru T-9 á samtals 6 undir pari.  Pettersen lék 2. hringinn á 68 höggum og Lewis var á 66 höggum.

Michelle Wie var á 73 höggum á 2. hring og er nú T-20, á samtals 2 undir pari.

Sú sem á titil að verja Cristie Kerr er í 27. sæti á samtals 2 yfir pari, 144 höggum en hún fylgdi eftir slæmum hring upp á 77 högg eftir með hring upp á 67 högg.

Til þess að sjá stöðuna í heild eftir 2. hring Lorena Ochoa Invitational SMELLIÐ HÉR: