
Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 16. 2013 | 14:00
Eiturlyf að verðmæti $11 milljóna haldlögð á golfvelli
Eru golfvellir ekki bestu staðir í heimi? Ferskur ilmur af nýslegnu grasi, gott veður og lyktin af metamfetamíni í loftinu?
Bíðum aðeins!
En þetta var nú raunin á Kogarah golfklúbbnum í Sydney Australia s.l. miðvikudag þegar Tactical Operations Unit (TOU) ástralskt eiturlyfjateymi lögreglunnar, haldlagði metamfetamín að andvirði 11 milljóna bandaríkjadala á parkstæði golfvallarins.
Fjórir voru handteknir og verða ákærðir fyrir að hafa eiturlyfin í fórum sínum og fyrir ólöglega eiturefnasölu.
Tveir af ákærðu keyrðu að sögn hvítum flutningabíl, sem flutti um 10 kíló af „ís“ falið í sjónvarpi í hús sem var þarna nálægt, þegar þriðji maðurinn bættist í bílinn. Þeir þrír keyrðu síðan á golfvöllinn þar sem þeir voru handteknir. Fjórði aðilinn var handtekinn síðar í tengslum við haldlagninguna.
Það er þess virði að setja þetta eiturefna„bust“ í rétt samhengi. Andvirði eiturefnanna, sem voru haldlögð, er meira en allt verðlaunafé á Australian PGA og Masters til samans, en mótin hafa farið fram undanfarnar vikur. Sá sem hefði fengið ágóðann af eiturefnunum hefði verið efstur á 2013 PGA peningalistanum með þessa fjármuni þ.e. $11 milljónir bandaríkjadala og hefði m.a.s átt $ 2 milljónir á næsta keppenda eða hefði efnast meira en Tom Watson á öllum ferli sínum.
Ekki er verið að mælast til að fólk leggist í eiturefnasölu fremur en golfleik – aðeins verið að benda á hversu gífurlegir fjármunir eru í umferð í þeim bransa – kostir golfleiks eru s.s. allir vita mun meiri – fyrir utan alla gleðina að spila golf, þarf ekki að hafa samvisku yfir öllum lífunum, sem lögð eru í rúst með eiturefnunum, auk þess sem stöðug hætta er á að vera handtekinn eins og fjórmenningarnir. Eiginlega óþarfi að taka þetta fram, bara verið að vega upp á móti, æsifréttastílnum á Herald Sun, sem þessi grein byggist á!
- júní. 25. 2022 | 17:00 LET: Guðrún Brá og Ólafía Þórunn úr leik í Tékklandi
- júní. 25. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Hrafnkell Óskarsson – 25. júní 2022
- júní. 25. 2022 | 07:00 Íslandsmót golfklúbba 2022: GA Íslands- meistari í fl. 16 ára og yngri drengja
- júní. 24. 2022 | 22:00 LET: Guðrún Brá og Ólafía Þórunn báðar með á Czech Ladies Open
- júní. 24. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Kaname Yokoo —-– 24. júní 2022
- júní. 23. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Flory van Donck – 23. júní 2022
- júní. 23. 2022 | 00:10 LIV: Tilkynnt um leikmannahóp á 2. móti sádí-arabísku ofurgolfmótaraðarinnar – Brooks Koepka og Abraham Ancer meðal keppenda!
- júní. 22. 2022 | 22:00 Ragnhildur og Perla Sól úr leik á Opna breska áhugamannamótinu
- júní. 22. 2022 | 20:00 EM einstaklinga: Hlynur T-46 e. 1. dag
- júní. 22. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Kristinn J. Gíslason – 22. júní 2022
- júní. 22. 2022 | 10:00 Ragnhildur og Perla Sól keppa í 64 manna úrslitum á Opna breska áhugamannamótinu
- júní. 22. 2022 | 09:00 Brooks Koepka dregur sig úr Travelers
- júní. 21. 2022 | 20:00 GSÍ: Landslið Íslands valin fyrir EM í liðakeppni
- júní. 21. 2022 | 18:00 GSK: Drífið ykkur norður á Opna Fiskmarkaðsmótið!!!
- júní. 21. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Carly Booth –—— 21. júní 2022