Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 16. 2013 | 10:30

Jarrod Lyle ánægður

Jarrod Lyle tekur nú þátt í fyrsta móti sínu, Australian Masters, eftir hörkubaráttu við krabbamein.

Reyndar greindist hann með krabbamein (þ.e. það hafði tekið sig upp að nýju hjá honum) og varð að leggjast undir hnífinn á sama tíma og dóttir hans, Josi fæddist. Fæðingunni var flýtt svo Jarrod gæti barið fyrsta barn sitt augum áður en hann gengist undir aðgerðina.  Josi hefir reynst góður hvati fyrir Lyle að ná heilsu.

Lyle er ánægður þó hann sé ekkert meðal efstu manna í mótinu nú fyrir lokahring Australian Masters. Hann er kominn aftur, hann er aftur farinn að keppa í golfi.

Reyndar er Lyle í T-29, búinn að spila á samtals sléttu pari, 213 höggum og bætir sig með hverjum hring (72 71 70).

Sjá má myndskeið Golf Channel og grein um endurkomu Lyle með því að SMELLA HÉR: