Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 16. 2013 | 09:30

Evróputúrinn: Stenson leiðir e. 2. dag

Það er sænski nr. 3 á heimslistanum Henrik Stenson sem búinn er að koma sér í 1. sætið í hálfleik á DP World Tour Championship.

Stenson átti besta skor dagsins glæsileg 64 högg, á hring þar sem hann missti hvergi högg, fékk 8 fugla sem hann deildi jafnt niður þ.e. 4 á fyrri 9 og 4 á seinni 9.

Samtals er Stenson á 12 undir pari, 132 höggum (68 64) eftir 2. hring.

Í 2. sæti er forystumaður 1. dags Alejandro Cañizares, aðeins höggi á eftir þ.e á samtals 11 undir pari, 133 höggum  (66  67).

Þriðja sætinu deila síðan sigurvegari Turkish Airlines Open, franski kylfingurinn Victor Dubuisson og Marcus Fraser frá Ástralíu, á samtals 8 undir pari, 136 höggum.

Fjórir eru loks í 5. sæti á samtals 7 undir pari: Justin Rose, Ian Poulter, Jonas Blixt og Kiradech Aphibarnrat.