GA: Opnunarhátíð Golfhallarinnar vel sótt
Í gær var opnunarhátíð í Golfhöllinni á Akureyri í tilefni þess að viðamiklum endurbótum er nú lokið. Vel á annað hundrað manns lagði leið sína í höllina til að skoða það sem í boði er. Óhætt er að segja að gestir hafi verið hrifnir af því sem fyrir augu bar, enda um frábæra aðstöðu að ræða. Meðal þess sem kylfingar Norðanlands geta glaðst yfir eru Protee golfhermir, Trackman greiningartæki og nýtt glæsilegt púttsvæði. Þar fyrir utan er aðstaða í boði til að æfa löngu höggin og vippin. Þetta er frábær aðstaða, eins og best verður á kosið. Sjá má nánar um golfherma, verðskrá o.fl. með því að SMELLA HÉR:
PGA: English og Karlson leiða eftir 3. dag á OHL Classic
Það eru Robert Karlson og Harris English sem eru í toppsætinu eftir 3. dag á OHL Classic at Mayacoba mótinu í Mexíkó. Báðir eru þeir búnir að spila á 15 undir pari, en eiga 11 holur eftir óspilaðar, en miklar tafir hafa orðið í mótinu vegna rigningaúrhellis. Þriðja sætinu deila Rory Sabbatini og Kevin Stadler á samtals 12 undir pari, hvor, en báðir eiga líka eftir að spila 10 (Sabbatini) og 12 (Stadler) holur. Fimmsta sætinu deila síðan, eins og er, spænska sleggjan Alvaro Quiros, Chris Stroud og Jason Bohn. Til þess að sjá stöðuna eftir 2. dag á OHL Classic at Mayacob SMELLIÐ HÉR: Til þess að sjá hápunkta 3. dags á Lesa meira
LPGA: Lexi leiðir eftir 3.hring í Mexíkó
Það er Lexi Thompson, sem leiðir eftir 3. dag á Lorenu Ochoa Invitational í Mexíkó eftir 3. mótsdag. Lexi er búin að spila á samtals 13 undir pari, 203 höggum (72 64 67). Forysta Lexi í naum því aðeins 1 höggi á eftir henni er IK Kim frá Suður-Kóreu á samtals 12 undir pari, 204 höggum (70 67 67). Í 3. sæti er síðan nr. 3 á Rolex-heimslistanum, Stacy Lewis á samtals 11 undir pari, 205 höggum. Það stefnir því í æsispennandi lokahring hjá stelpunum! Til þess að sjá stöðuna á Lorenu Ochola Invitational mótinu eftir 3. dag í Guadalajara CC, Mexíkó SMELLIÐ HÉR:
Glæsileg titilvörn hjá Adam Scott
Nr. 2 á heimslistanum Adam Scott er aldeilis að gera góða hluti heima í Ástralíu. Hann hafði þar til í ár aldrei sigrað á PGA Australian mótinu, sem hann vann síðustu helgi og nú varði hann titil sinn Australian Masters. Hann er semsagt búinn að vinna tvö mót í röð og mótið sem hann vann nú í morgun er hann búinn að sigra á tvö ár í röð. En sigurinn var síður en svo gefinn. Nr. 8 á heimslistanum, bandaríski kylfingurinn Matt Kuchar, sem einnig tók þátt í mótinu veitt Scott mikla keppni lokahringinn. Reyndar var Kuchar yfir þegar 4 holur voru eftir en þegar kom að lokaholunni voru þeir Lesa meira
DP World Tour Championship í beinni
Nú er komið að lokahring á lokamóti Evrópumótaraðarinnar í Dubaí, DP World Tour Championship. Leikið er á Emirates golfvellinum, á Jumeirah Golf Estates golfstaðnum. Keppendur eru 60 efstu á peningalista Evrópumótaraðarinnar, sem auk þess hafa leikið í 2 af 3 mótum rétt á undan lokamótinu. Sjá má beina útsendingu frá DP World Tour Championship með því að SMELLA HÉR: Til þess að fylgjast með skori keppenda á skortöflu SMELLIÐ HÉR:
Afmæliskylfingur dagsins: Ævarr Freyr Birgisson – 16. nóvember 2013
Afmæliskylfingur dagsins er Ævarr Freyr Birgisson. Ævarr Freyr er fæddur 16. nóvember 1996 og er því 17 ára í dag. Ævarr Freyr er í Golfklúbbi Akureyrar (GA) og m.a. kylfingur ársins hjá GA 2011. Hann hefir spilað á Íslandsbankamótaröðinni í piltaflokki 17-18 ára, í sumar með góðum árangri. Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska honum til hamingju með afmælið hér að neðan: Ævarr Freyr Birgisson (17 ára – Innilega til hamingju með afmælið!!!) Aðrir frægir kylfingar, sem eiga afmæli í dag eru: Betty Hicks, f. 16. nóvember 1920 – d. 20. febrúar 2011); Barabara Romack, 16. nóvember 1932 (81 árs) – Sjá má eldri afmælisgrein Golf 1 um Barböru Lesa meira
Ogilvy lækkaði skor með því að skipta um pútter
Ástralski kylfingurinn Geoff Ogilvy hefir ekki verið mikið í golffréttum undanfarið, en hann hefir verið í golflegri lægð undanfarin 3 ár. Sjálfstraust hans er þó hægt og bítandi að koma aftur. Ogilvy tekur sem stendur þátt í Australian Masters og er T-10, 11 höggum á eftir Adam Scott og ólíklegt að hann nái honum. Í miðri keppni gerði hann samt nokkuð sem er fremur óhefðbundið fyrir atvinnukylfinga, hann skipti um pútter…. en það hefir verið til góðs fyrir hann því fyrstu 2 dagana spilaði hann á 71 og 72 höggum en í dag var skorið með nýja pútternum upp á 67 högg!!! Fyrrum nr. 3 á heimslistanum (sem nú er Lesa meira
Veðmál Stenson og Poulter
Svona til að krydda hlutina svolítið eru kylfingarnir Ian Poulter og Henrik Stenson með veðmál í gangi í Dubaí, þar sem báðir taka þátt í lokamóti Evrópumótaraðarinnar, DP World Tour Championship. Veðmálið gengur út á að sá sem verður neðar á skortöflunni í Dubaí verði að vera þjónn þess sem er ofar kvöld eitt þegar báðir fara út að skemmta sér saman. (eða eins og segir á ensku: the loser has to serve as waiter for the winner during a night out on the town) „Það er líklegast stærsti hvatinn minn í mótinu að vilja ekki vera þjón í einn dag,“ sagði Stenson m.a. en hann leiðir nú í mótinu. „Nr. Lesa meira
Evróputúrinn: Stenson enn efstur fyrir lokahringinn í Dubaí
Henrik Stenson er enn efstur fyrir lokahring DP World Tour Championship í Dubaí. Stenson er búinn að spila á samtals 17 undir pari, 199 höggum (68 64 67). Forysta Stenson er naum því strax í 2. sæti er sigurvegarinn franski í Turkish Airlines Open, Victor Dubuisson, sem oft er kallaður „Mozart“ vegna fallegrar sveiflu sinnar er aðeins 1 höggi á eftir. Dubuisson hefir leikið á samtals 16 undir pari, 200 höggum (71 66 64) og spilar stöðugt betra golf. Stendur Dubuisson uppi sem sigurvegari annað mótið á Evrópumótaröðinni í röð? Til þess að sjá stöðuna eftir 3. dag DP World Tour Championship SMELLIÐ HÉR:
Eiturlyf að verðmæti $11 milljóna haldlögð á golfvelli
Eru golfvellir ekki bestu staðir í heimi? Ferskur ilmur af nýslegnu grasi, gott veður og lyktin af metamfetamíni í loftinu? Bíðum aðeins! En þetta var nú raunin á Kogarah golfklúbbnum í Sydney Australia s.l. miðvikudag þegar Tactical Operations Unit (TOU) ástralskt eiturlyfjateymi lögreglunnar, haldlagði metamfetamín að andvirði 11 milljóna bandaríkjadala á parkstæði golfvallarins. Fjórir voru handteknir og verða ákærðir fyrir að hafa eiturlyfin í fórum sínum og fyrir ólöglega eiturefnasölu. Tveir af ákærðu keyrðu að sögn hvítum flutningabíl, sem flutti um 10 kíló af „ís“ falið í sjónvarpi í hús sem var þarna nálægt, þegar þriðji maðurinn bættist í bílinn. Þeir þrír keyrðu síðan á golfvöllinn þar sem þeir voru handteknir. Lesa meira










