Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 15. 2013 | 08:30

LPGA: Phatlum leiðir e. 1. hring

Í gær hófst Lorena Ochoa Invitational  styrkt af Banamex, á golfvelli Guadalajara CC í Mexíkó. Mótið stendur dagana 14.-17. nóvember

Sú sem leiðir eftir 1. hring er thaílenski kylfingurinn Pornanong Phatlum sem leiðir á 6 undir pari, 66 höggum.  Phatlum er enn að fiska eftir fyrsta sigri sínum á LPGA, en á hringnum góða fékk hún 7 fugla og 1 skolla.  Eftir hringinn sagði hún m.a.: „Nú, í dag voru púttin mín mjög góð. Leikurinn var bara fullkominn í dag.“   Phatlum bætti síðan við að þetta væri nú ekki eins og venjuleg keppni, því keppendur væru aðeins 36 (sem hljóta boð frá Lorenu Ochoa) og sagðist í framhaldinu ætla að skemmta sér á vellinum þessa vikuna.“

Í 2. sæti er Amy Yang frá Suður-Kóreu, aðeins 1 höggi á eftir og í 3. sæti eru nr. 1 á Rolex-heimslistanum, Inbee Park, hin sænska Anna Nordqvist og nr. 5 á Rolex-heimslistanum, So Yeon Ryu.  Allar hafa þær í 3. sæti leikið á 4 undir pari, 68 höggum.

Til þess að sjá stöðuna á Lorena Ochoa Invitational SMELLIÐ HÉR: