Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 22. 2013 | 04:00

LPGA: Gal efst eftir 1. hring Titleholders

Það er fyrrum þýska  W-7 módelið, Sandra Gal, sem er efst á CME Group Titleholders eftir 1. dag en mótið hófst í gær í Naples, Flórídal Hún lék á 8 undir pari, 64 höggum; fékk 9 fugla og 1 skolla og þar af 6 fugla í röð frá 10.-15. holu. Í 2. sæti er RebeccaLee-Bentham frá Kanada. Hún er aðeins 1 höggi á eftir, á 7 undir pari, 65 höggum. Í 3. sæti eru 3 kylfingar: Shanshan Feng frá Kína, sænski kylfingurinn Anna Nordqvist og hin 18 ára bandaríska Lexi Thompson frá Coral Springs í Flórída. Allar eru þær á 6 undir pari, hver. Hin unga 16 ára Lydia Ko, frá Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 21. 2013 | 19:05

Birgir Leifur lék á 71 höggi, á 3. degi

Birgir Leifur Hafþórsson, GKG, tekur þátt í  II. stigi úrtökumóts fyrir Web.com mótaröðina, sem hófst í fyrradag. Leikið er á Southern Hills Plantation vellinum í Flórída, dagana 19.-22. nóvember, en alls eru mótin á II. stigi, sex. 19 efstu og þeir sem eru jafnir í 19. sæti halda áfram á lokaúrtökumótið. Birgir Leifur er samtals búinn að spila á 3 undir pari, 213 höggum (69 73 71). Sem stendur er hann í 43. sæti, en margir eiga eftir að ljúka keppni þegar þetta er skrifað og því getur sætistala hans enn tekið breytingum. Bandaríkjamaðurinn Matt Ryan hefir mikla yfirburði í mótinu er á 13 undir pari eftir 2 spilaða hringi. Það Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 21. 2013 | 18:45

Björn og Streelman leiða í Ástralíu

Það eru þeir Thomas Björn frá Danmörku og Kevin Streelman frá Bandaríkjunum, sem leiða á heimsmótinu í Ástralíu, sem hófst í fyrrinótt að íslenskum tíma. Leikið er á Royal Melbourne golfvelinum í Melbourne, Ástralíu og stendur dagana 20.-24. nóvember 2013. Báðir léku þeir á 5 undir pari, 67 höggum. Sjá má Björn fá glæsilegan fugl á 18. holu með því að SMELLA HÉR:  Í þriðja sæti eru þrír kylfingar allir á 4 undir pari, 68 höggum: Martin Laird, Stuart Manley og KJ Choi. Til þess að sjá heildarstöðuna eftir 1. dag á heimsmótinu SMELLIÐ HÉR:  Til þess að sjá hápunkta 1. dags á heimsmótinu SMELLIÐ HÉR:  Högg dagsins á heimsmótinu var glæsilegur örn GMac (Graeme Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 21. 2013 | 18:30

Evróputúrinn: Matthew Nixon leiðir á SA Open eftir 1. dag

Í dag hófst í Ekurhuleni, í Gauteng, Suður-Afríku, elsta golfmót landsins þ.e. SA Open. Leikið er á golfvelli Glendower golfklúbbsins. Eftir 1. dag leiðir Englendingurinn Matthew Nixon á 8 undir pari, 64 höggum. Sjá má kynningu Golf 1 á Nixon með því að SMELLA HÉR:  Í 2. sæti eru heimamaðurinn Jbe Kruger og Ítalinn Marco Crespi; báðir á 7 undir pari, 65 höggum. Það er Henrik Stenson, sem á tiitl að verja en hann sagði sig úr mótinu vegna meiðsla í úlnlið. Sjá má heildarstöðuna eftir 1. dag á SA Open með því að SMELLA HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 21. 2013 | 18:00

Poulter og Stenson með útvarpsþætti

Ian Poulter og Henrik Stenson eru vinir innan vallar sem utan, sem berlega kom í ljós í skemmtilegu veðmáli þeirra á lokamóti Evrópumótaraðarinnar  í Dubai, en til að krydda aðeins upp á dæmið veðjuðu þeir upp á $ 100 dollara hvor þeirra yrði ofar á skortöflunni, auk þess sem sá sem varð neðar varð að vera þjónn hins eina kvöldstund. Svo sem allir vita lenti Poulter í þjónshlutverkinu. Nú hafa þessir kappar samþykkt að stjórna hvor sínum útvarpsþætti á SiriusXM PGA Tour Radio á næsta ári. Þar munu þeir ræða um ýmis golftengd efni þ.á.m. golfvelli, golfútbúnað, undirbúning fyrir mót og félaga sína á PGA Tour og það sem þeim dettur Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 21. 2013 | 16:00

Haukur Örn forsetaframbjóðandi GSÍ situr fyrir svörum

Haukur Örn Birgissson, sitjandi varaformaður GSÍ hefir gefið kost á sér í forsetaembætti GSÍ.  Þetta er í fyrsta sinn í áratugi, sem forsetakjör fer fram í GSÍ. Golfþing GSÍ hefst á morgun, föstudaginn 22. nóvember. Golf 1 tók viðtal við Hauk Örn á 16. hæð í Turninum við Smáratorg í Kópavogi, en þar starfar hann sem hæstaréttarlögmaður hjá Íslensku Lögfræðistofunni.  Frá skrifstofunni hans er gríðarlega fallegt útsýni yfir Kópavog, Reykjavík og nágrannabyggðir og eitt af því sem tekið er eftir þegar gengið er inn á skrifstofuna eru fjöldi verðlaunagripa í golfi, sem Haukur Örn hefir unnið í ýmsum golfmótum lögmanna.   Golf 1 átti stutt viðtal við Hauk Örn: Golf Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 21. 2013 | 15:00

Afmæliskylfingur dagsins: Rebecca Flood – 21. nóvember 2013

Afmæliskylfingur dagsins er ástralski  kylfingurinn Rebecca Flood.  Rebecca fæddist 21. nóvember 1988 í Coonabarabran New South Wales í Ástralíu og er því 25 ára í dag. Rebecca byrjaði að spila golf 10 ára eftir að hún fylgdist með pabba sínum, sem er eigandi bakarís, spila golf. Rebecca þakkar fjölskyldu sinni og þjálfara, Gary Edwin fyrir góðan árangur sinn í golfinu, en hún hefir spilað á Evrópumótaröð kvenna (LET) frá árinu 2010. Rebecca stundaði nám við NSW Institute of Sport. Hún kemur frá litla bænum  Coonabarabran í New South Wales (NSW) og þegar hún var að vaxa úr grasi varð hún að keyra í 10  tíma til Sydney a.m.k. 6 sinnum á ári til Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 21. 2013 | 13:30

Chris Kirk baðst afsökunar á ölvunarrausi sínu um langa púttera á Twitter

Eftir að Chris Kirk sigraði á McGladrey Classic 10. nóvember s.l. fór hann á samskiptamiðilinn Twitter og tjáði sig þar drukkinn um langa púttera. Hann sagðist dást að Adam Scott, sem notar langan pútter og sigraði Australian Masters, en lýsti yfir ógeði sínu á pútter hans og sagði að Scott ætti að skammast sín að nota slíkan pútter. Kirk ásakaði einnig bandaríska golfsambandið fyrir að setja leikmenn í óþægilega stöðu með því að banna ekki langa púttera strax. Seinna skrifaði hann m.a.: „Kuch er minn maður, en hverjum borgaði hann fyrir til þess að fá þessa aðferð samþykkta sem löglega?“ (ens. „Kuch is my boy, but who did he pay off Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 21. 2013 | 08:00

Nýju strákarnir á Evróputúrnum 2014: Jack Doherty (3/27)

Jack Doherty er annar af tveimur Skotum, sem komust í gegnum lokaúrtökumótið í Girona á Spáni og hljóta þ.a.l. kortin sín á Evrópumótaröðina 2014.  Báðir Skotarnir, Jack Doherty og Alastair Forsyth voru meðal þeirra síðustu til þess að komast þ.e. rétt smugu í gegn, voru í 22.-27. sæti, tveir af 6 strákum. Báðir voru þeir á 9 undir pari, 419 höggum og hlutu báðir € 1.937,- í verðlaunafé.   Doherty spilaði hringina 6 á eftirfarandi máta: 68 70 66 71 73 71 – Forsyth hefir þegar verið kynntur.  En hver er Doherty? Jack Doherty er fæddur 28. apríl 1982 í Canberra á Ástralíu og er því 31 árs. Doherty gerðist Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 21. 2013 | 06:30

Kylfusveinn Stenson kaupir Ferrari

Á tímabili var Steve Williams ríkasti íþróttamaður í Nýja-Sjálandi, þ.e. meðan hann var á pokanum hjá Tiger. En hvað er að segja af kylfusveini manns mómentsins þ.e. Henrik Stenson? Stenson er búinn að vinna sér inn meira en  £6 milljónir fyrir að vinna  FedEx Cup og £5 milljónir fyrir að sigra á Race to Dubai og á ferli sínum hefir hann unnið sér inn £17 milljónir. Af þessu fær kylfusveinn Stenson, Garreth Lord eða „Lordy“ eins og hann er kallaður 10%. A.m.k. er hann á þessum tímapunkti búinn að vinna sér inn nóg hjá Stenson að hann keypti sér Ferrari nú um daginn. Ekki fylgdi sögunni um hvers konar Ferrari Lesa meira