
Kylfusveinn Stenson kaupir Ferrari
Á tímabili var Steve Williams ríkasti íþróttamaður í Nýja-Sjálandi, þ.e. meðan hann var á pokanum hjá Tiger.
En hvað er að segja af kylfusveini manns mómentsins þ.e. Henrik Stenson? Stenson er búinn að vinna sér inn meira en £6 milljónir fyrir að vinna FedEx Cup og £5 milljónir fyrir að sigra á Race to Dubai og á ferli sínum hefir hann unnið sér inn £17 milljónir.
Af þessu fær kylfusveinn Stenson, Garreth Lord eða „Lordy“ eins og hann er kallaður 10%.
A.m.k. er hann á þessum tímapunkti búinn að vinna sér inn nóg hjá Stenson að hann keypti sér Ferrari nú um daginn. Ekki fylgdi sögunni um hvers konar Ferrari er að ræða, en ef hann gefur það upp munuð þið frétta það hér á Golf 1.
Lordy var sjálfur áhugamaður í golfi, í Midlands á Englandi í kringum 1990, áður en hann gerðist þjálfari atvinnukylfinga í Þýskalandi.
Árið 2008 vann hann til verðlaunanna „Kylfusveinn ársins.“
Meðal kosta Lordy er að hann er sagður geta haldið kylfingum rólegum undir pressu, þ.e. þeir slaka á og hann er sjálfur afar skipulagur. Hann var fyrstur til þess að taka eftir að skrítnu hljóðin þegar Karlson og Tiger spiluðu saman komu frá hné Tiger.
Lordy er í miklu uppáhaldi hjá Stenson, en hann hefir m.a. sagt um kylfusvein sinn: „Gareth eða „Lordy“ eins og við köllum hann er frábær kylfusveinn og mjög duglegur. Það er gaman að vera í kringum hann og við erum líklega alveg jafn brjálæðir en á ólíkan hátt …. sem betur fer!“
„Það er mjög mikilvægt að okkur komi saman þegar við verjum svona miklum tíma saman á golfvellinum. Ég hugsa að það hafi hjálpað okkur báðum að við þekktum hvorn annan frá þeim tíma þegar hann vann fyrir vin minn Robert Karlson,þegar við unnum heimsbikarinn saman árið 2008 og við spiluðum líka nokkra betri bolta saman í Ryder Cup 2008.“
- júní. 30. 2022 | 14:00 Áskorendamótaröð Evrópu: Guðmundur Ágúst lék á +2 á Italian Challenge Open á 1. degi
- júní. 29. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Egill Ragnar Gunnarsson – 29. júní 2022
- júní. 28. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Freyja Benediktsdóttir – 28. júní 2022
- júní. 28. 2022 | 12:00 GK: Þórdís Geirs fékk ás í Bergvíkinni!!!
- júní. 27. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: David Leadbetter – 27. júní 2022
- júní. 27. 2022 | 06:00 PGA: Schauffele sigurvegari Travelers
- júní. 26. 2022 | 23:30 Evróputúrinn: Haotong Li sigurvegari BMW International Open e. bráðabana v/Pieters
- júní. 26. 2022 | 23:00 KPMG PGA Women’s Championship: In Gee Chun sigraði!!!
- júní. 26. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Benedikt Árni Harðarsson – 26. júní 2022
- júní. 25. 2022 | 22:00 KPMG PGA Women’s Championship: In Gee Chun leiðir f. lokahringinn
- júní. 25. 2022 | 22:00 Evróputúrinn: Li Haotong leiðir f. lokahring BMW International
- júní. 25. 2022 | 21:00 Áskorendamótaröð Evrópu: Andri Þór og Guðmundur Ágúst náðu ekki niðurskurði á Blot Open de Bretagne
- júní. 25. 2022 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (26/2022)
- júní. 25. 2022 | 18:00 NGL: Aron Snær varð T-13 á UNICHEF meistaramótinu
- júní. 25. 2022 | 17:00 LET: Guðrún Brá og Ólafía Þórunn úr leik í Tékklandi