Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 22. 2013 | 04:00

LPGA: Gal efst eftir 1. hring Titleholders

Það er fyrrum þýska  W-7 módelið, Sandra Gal, sem er efst á CME Group Titleholders eftir 1. dag en mótið hófst í gær í Naples, Flórídal

Hún lék á 8 undir pari, 64 höggum; fékk 9 fugla og 1 skolla og þar af 6 fugla í röð frá 10.-15. holu.

Sandra Gal

Sandra Gal

Í 2. sæti er RebeccaLee-Bentham frá Kanada. Hún er aðeins 1 höggi á eftir, á 7 undir pari, 65 höggum.

Í 3. sæti eru 3 kylfingar: Shanshan Feng frá Kína, sænski kylfingurinn Anna Nordqvist og hin 18 ára bandaríska Lexi Thompson frá Coral Springs í Flórída. Allar eru þær á 6 undir pari, hver.

Hin unga 16 ára Lydia Ko, frá Nýja-Sjálandi, sem er að spila í fyrsta LPGA móti sínu sem atvinnumaður lék 1. hring á 1 undir pari, 71 höggi og deilir sem stendur 30. sæti.

Til þess að sjá heildarstöða eftir 1. dag SMELLIÐ HÉR: