Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 21. 2013 | 19:05

Birgir Leifur lék á 71 höggi, á 3. degi

Birgir Leifur Hafþórsson, GKG, tekur þátt í  II. stigi úrtökumóts fyrir Web.com mótaröðina, sem hófst í fyrradag.

Leikið er á Southern Hills Plantation vellinum í Flórída, dagana 19.-22. nóvember, en alls eru mótin á II. stigi, sex.

19 efstu og þeir sem eru jafnir í 19. sæti halda áfram á lokaúrtökumótið.

Birgir Leifur er samtals búinn að spila á 3 undir pari, 213 höggum (69 73 71).

Sem stendur er hann í 43. sæti, en margir eiga eftir að ljúka keppni þegar þetta er skrifað og því getur sætistala hans enn tekið breytingum.

Bandaríkjamaðurinn Matt Ryan hefir mikla yfirburði í mótinu er á 13 undir pari eftir 2 spilaða hringi.

Það er vonandi að Birgir Leifur eigi frábæran lokahring á morgun – hann bætti sig a.m.k. um 2 högg frá því í gær og lék á 1 undir pari!!!

Til þess að sjá stöðuna eftir 3. dag úrtökumótsins á Southern Hills Plantation SMELLIÐ HÉR: