Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 21. 2013 | 18:45

Björn og Streelman leiða í Ástralíu

Það eru þeir Thomas Björn frá Danmörku og Kevin Streelman frá Bandaríkjunum, sem leiða á heimsmótinu í Ástralíu, sem hófst í fyrrinótt að íslenskum tíma. Leikið er á Royal Melbourne golfvelinum í Melbourne, Ástralíu og stendur dagana 20.-24. nóvember 2013.

Báðir léku þeir á 5 undir pari, 67 höggum. Sjá má Björn fá glæsilegan fugl á 18. holu með því að SMELLA HÉR: 

Í þriðja sæti eru þrír kylfingar allir á 4 undir pari, 68 höggum: Martin Laird, Stuart Manley og KJ Choi.

Til þess að sjá heildarstöðuna eftir 1. dag á heimsmótinu SMELLIÐ HÉR: 

Til þess að sjá hápunkta 1. dags á heimsmótinu SMELLIÐ HÉR: 

Högg dagsins á heimsmótinu var glæsilegur örn GMac (Graeme McDowell), sem sjá má með því að SMELLA HÉR: