Satíruþáttur á BBC varpar kastljósi á kynjamismunun í golfi
Margir sem búið hafa í Englandi kannast við háðfuglana Jolyon Rubinstein og Heydon Prowse, sem stýra Satírusjónvarpsþættinum „The Revolution Will Be Televised“ á BBC. Etv. einnig þeir sem eru geta fylgst með og fylgjast með BBC hér á landi. Í hverjum þætti er ákveðið málefni tekið fyrir og háðfuglarnir gera írónískt grín að því, en þessir þættir þar em horft er á samtímann gegnum háðsgleraugu hefir m.a. unnið til BAFTA-verðlaunanna. Í nýlegum þætti var kynjamismunun í golfi tekið fyrir. Sérstakt efni þáttanna voru golfklúbbar, þar sem einungis körlum er heimilt að gerast félagar í og neita konum um aðild. Jolyon Rubinstein og Heydon Prowse, þóttust vera hollenskir kvikmyndagerðarmenn og gáfu Lesa meira
Augusta National byggir bílastæði á landi sem kostaði milljarð
Það eru bara 4 mánuðir þar til Masters risamótið hefst í Augusta National, með sínum alparósum, ostasamlokum, hvítum kaddý-búningum og …. frábæru heimsklassa golfi. Flestir kylfingar geta varla beðið. Árið 2002 keypti Augusta National íbúðablokkina „The Greens“ á Washington Road, sem var byggð árið 1972. Þetta var 9,7 ekru eign sem fékkst fyrir $8.3 miljón (þ.e. rúman 1 milljarð íslenskra króna). Nú eru forstöðumenn Augusta að rífa bygginguna til þess að byggja bílastæði, þ.e. bæta við bílastæðum fyrir allan þann mikla fjölda sem búist er við að muni fylgjast með The Masters risamótinu á næsta ári, 2014. Talsmaður Augusta, Steve Ethun, sagði a.m.k. að verið væri að rífa bygginguna til þess Lesa meira
Nýju strákarnir á Evróputúrnum 2014: Lucas Bjerregaard (7/27)
Nú verður hafist við að kynna þá 5 stráka sem urðu í 17.-21. sæti í lokamóti Q-school Evróputúrsins, sem fram fór 10.-15. nóvember s.l.. Þetta eru þeir Lucas Bjerregaard frá Danmörku, Thomas Pieters frá Belgíu, Daniel Brooks frá Englandi, Andreas Hartö frá Danmörku og Kevin Phelan frá Írlandi. Allir léku þeir hringina 6 á PGA Catalunya golfvellinum í Girona á Spáni, á samtals 10 undir pari, 420 höggum. Við byrjum á Dananum Lucas Bjerregaard en tveir, þ.e. hann og Andreas Hartö voru einu Danirnir af stákunum 27 sem hlutu kortin sín á Evróputúrinn fyrir keppnistímabilið 2014. Lucas Bjerregarrd fæddist í Fredrikshavn, Danmörku 14. ágúst 1991 og er því aðeins 21 Lesa meira
Adam Scott á 62 og með vallarmet á 1. hring Australian Open
Adam Scott hefur baráttu sína fyrir því að vinna öll 3 stærstu mótin í Ástralíu vel. Hann hefir þegar sigrað á PGA Australia og Australian Masters mótunum og á nú raunhæfan möguleika á að sigra á öllum 3 stærstu mótunum í Ástralíu. Hann setti vallarmet í morgun á golfvelli Royal Syndney golfklúbbsins á Australian Open þegar hann spilaði 1. hring á frábærum 10 undir pari, 62 höggum. Hann fékk 10 fugla í röð á holum 6-15 á hring þar sem hann missti ekki högg! Í 2. sæti eftir 1. dag er Kanadamaðurinn Ryan Yip á 7 undir pari, 65 höggum og í 3. sæti er Ástralinn David McKenzie á Lesa meira
Golf Iceland á stærstu golfferðasýningu heims
Golf Iceland tók nú í nóvember þátt í stærstu golfferðasýningu heims sem haldinn er árlega, IGTM. Sýningin var að þessu sinni haldin 11.-14. nóvember í Barcelona, á Spáni. Um 1200 manns frá um 60 löndum tóku þátt í ár, seljendur golferða , kaupendur golfferða svo og fjölmiðlamenn,sem fjalla um golf. Golf Iceland tók nú þátt í sýningunni í fjórða sinn. Við komum þarna á framfæri við kaupendur á fjölmörgum fundum upplýsingum um meðlimi samtakanna Golf Iceland svo og almennum upplýsingum um Ísland og golf almennt á Íslandi. Þá var dreift efni til fjölmiðlafólks og þeim veittar upplýsingar á fundum. Þá voru á sýningunni haldnir fyrirlestar um ýmislegt sem tengist golfferðamennsku Lesa meira
Catriona Matthew byggir í Skotlandi
Hvað eiga Donald Trump og Catriona Matthew sameiginlegt? Bæði eru að byggja í Skotlandi; Trump golfstað og Catriona, hús… þ.e.a.s ef samþykkt verður. Catriona Matthew, sigurvegari á Opna breska kvenrisamótinu 2009 vonast til þess að fara að geta hafist handa við byggingu húss á sögulega golfsvæðinu North Berwick í Skotlandi. Catriona og eiginmaður hennar, Graeme, vonast til þess að fá samþykki skipulagsyfirvalda East Lothian til þess að brjóta niður Links Lodge á Links Road til þess að byggja sér nútímalegra hús. Skipulagsyfirvöld hafa þegar mælt með að hún hljóti vilyrði til þessa. Bæjarráðsmaðurinn David Berry bað um umræður fyrir bygginganefnd vegna þess að það að fjarlægja og byggja nýtt hús á Lesa meira
Rose og Stenson tilnefndir til verðlauna
Justin Rose hefir verið tilnefndur til verðlaunanna íþróttamans ársins á BBC (ens. BBC Sports Personality of the Year award), vegna sigurs hans á Opna bandaríska í júní. Rose, sem fyrst komst á golfradarinn 1998 þegar hann varð í 4. sæti á Opna breska, náði að krækja sér í fyrsta risamótstitil sinn nú í sumar í Merion golfklúbbnum, en þar tókst honum að gera betur en aumingja Phil Mickelson og Jason Day, en Rose átti 2 högg á þá báða. Hann ánafnaði sigur sinn föður sínum heitnum (sem var á pokanum hjá honum 1998 á Opna breska). Rose fetar þar með í fótspor Rory McIlory, sem var tilnefndur á síðasta ári Lesa meira
Elle Nichols valin Miss Golf
Okemos efstibekkingurinn Elle Nichols var valin Miss Golf í Michigan á fundi hjá golfþjálfarasambandi Michigan s.l. sunnudag í Eagle Eye golfklúbbnum í East Lansing, Michigan. „Ég vissi að þetta yrði erfitt val vegna þess að það er mikið af góðum kylfingum og margar stúlkur áttu tækifæri,“ sagði Nichols. „Þetta var takmark mitt að sigra Miss Golf á þessu ári og þannig vissi ég að ég varð að verja miklum tíma og einbeitingu í hvert mót vegna þess að hver mál skipti máli til þess að vinna þessi verðlaun.“ Nichols vann 2. deildarmeistaramótið með 3 höggum á næsta keppanda í Forest Akers East á þessu keppnistímabili og það nægði næstum því til Lesa meira
Margmennt þegar Oliver Horovitz las upp úr, seldi og áritaði bók sína „An American Caddie in St. Andrews“
Margmenni var á fyrirlestri Oliver Horovitz á Icelandair Hotel Reykjavík Natura, en hann var hér kominn til að selja, árita og lesa upp úr bók sinni „An American Caddie in St. Andrews.“ Athygli vakti hversu margir fundargesta höfðu spilað velli Skotlands, en þarna voru mættir aðdáendur linksarana og auk þess félagsmenn í „The Golfing Society of Iceland“, sem stóðu fyrir komu Horowitz til landsins. Allir sem sóttu fyrirlestur Horowitz fengu að gjöf árituð rauð tí frá honum, sem eru til kynningar á bók hans. Samhliða áritun hans á bók sinni, fór fram púttkeppni. Horowitz hefir m.a. dregið fyrir David Lema, son Tony Lema , sem lést langt um aldur fram í flugslysi(Sjá Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Stephanie Kono – 27. nóvember 2013
Afmæliskylfingur dagsins er Stephanie Kono. Hún er fædd 27. nóvember 1989 og því 24 ára í dag. Hún var ein af nýju stúlkunum á LPGA árið 2012. Golf 1 var með kynningu á henni sem sjá má með því að SMELLA HÉR: Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Hisayuki Sasaki, 27. nóvember 1964 (49 ára); Danielle Ammaccapane 27. nóvember 1965 (48 ára); Adrienne Bernadet, 27. nóvember 1984 (29 ára); Stephanie Kono, 27. nóvember 1989 (24 ára) …… og …… Ferðafélag Siglufjarðar (86 ára) Ragnheidur Arngrímsdóttir Þráinn Bj Farestveit (49 ára) Helgi Steinar Johannsson Helmut Müller (40 ára stórafmæli – Innilega til hamingju með daginn!!!) Neglur Og Fegurð Eva (29 ára) Golf 1 Lesa meira










