Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 27. 2013 | 08:00

Daly spilar á Alfred Dunhill

John Daly  mun spila á móti Evrópumótaraðarinnar í þessari viku Alfred Dunhill Championship, en hann snýr nú aftur til leiks eftir uppskurð á olnboga. Tvöfaldi risamótsmeistarinn (Daly) er meðal keppenda í Leopard Creek golfklúbbnum nálægt Kruger þjóðgarðinum í norðurhluta Suður-Afríku og er þetta aðeins 2. mótið sem hann tekur þátt í frá uppskurði sem hann gekkst undir í júlí til að laga sin í hægri olnboga. Daly byrjaði ágætlega í BMW Masters í síðasta mánuði en dalaði síðan um helgina og lauk keppni á samtals 5 yfir pari og deildi 48. sætinu. „Ég er virkilega frískur núna og vil spila,“ sagði Daly s.l. mánudag. „Ég vil ekki eyða árslokunum.  Ég myndi gjarnan Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 27. 2013 | 07:00

Stefna golfhreyfingarinnar 2013-2020

Á Golfþingi sem fram fór 23. nóvember s.l. var lögð fram stefna golfhreyfingarinnar til næstu 7 ára, eða frá 2013-2020. Skoða má stefnu golfhreyfingarinnar með því að SMELLA HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 26. 2013 | 23:30

Afmæliskylfingur dagsins: Chris Wood – 26. nóvember 2013

Christopher James (alltaf nefndur Chris) Wood fæddist 6. nóvember 1987 í Bristol á Englandi og er því 26 ára í dag. Chris var í  Golden Valley Primary School í Nailsea frá 4-11 ára aldurs, áður en hann byrjaði í Backwell skólanum. Hann byrjaði í golfi mjög ungur, en hafði á þeim tíma alveg jafnmikinn áhuga á fótbolta og stefndi alltaf á að spila með Bristol City Football Club. Hann var félagi í the Long Ashton Golf Club nálægt Bristol 9 ára gamall og við 12 ára aldurinn var forgjöf hans orðin eins-stafs. Chris Wood sigraði English Amateur Order of Merit árin 2007 og 2008. Hann gerðist atvinnumaður í golfi  um tvítugt, árið 2008. Hann Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 26. 2013 | 20:00

Lee Westwood ræður Foster aftur á pokann hjá sér

Lee Westwood hefir aftur ráðið náinn vin sinn og fyrrum kylfusvein á pokann hjá sér, en hann mun á næsta ári reyna að krækja sér í einn risamótssigur. Foster var á pokanum hjá Westwood í 3 ár, en á þeim tíma vann Westwood 8 mót og varð meðal efstu 3 á 6 risamótum og tókst m.a. að velta sjálfum Tiger Woods úr 1. sæti heimslistans, en Westwood var nr. 1 í 22 vikur. Það skildu leiðir hjá Foster og Westwood, þegar Foster meiddi sig á hné í fótboltaleik og gat ekki dregið lengur. Westwood réði þá Mike Kerr sem tímabundinn afleysingarmann á pokann hjá sér, en það lengdist í því Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 26. 2013 | 17:00

Cheyenne Woods í „tunglgöngu“

Hér kemur myndskeið um nýjasta uppátæki Cheyenne Woods, fyrrum skólafélaga Ólafíu „okkar“ Þórunnar Kristinsdóttur í Wake Forest og frænku Tiger Woods. Hún tekur eina „tunglgöngu“ eða „moonwalk“ eins og danssporið heitir sem sérstaklega Michael Jackson gerði frægt. Sjá má Cheyenne Woods taka svo sem eina tunglgöngu með þvi að SMELLA HÉR: Og svona til samanburðar má sjá snillinginn heitna Michael Jackson SMELLIÐ HÉR:  

Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 26. 2013 | 15:30

Úr framboðsræðu Hauks Arnar Birgissonar, forseta GSÍ

Haukur Örn Birgisson var kjörinn forseti GSÍ á Golfþingi Íslands s.l. laugardag, 23. nóvember 2013. Hann fékk 5 mínútur til þess að halda framboðsræðu og í henni kom m.a. eftirfarandi fram: Haukur Örn hóf mál sitt á því að þetta væri í fyrsta sinn í sögu GSÍ, sem kosið væri um forseta Golfsambandsins. Hvað sig persónulega varðaði þá væri hann starfandi hæstaréttarlögmaður, sem ætti konu og 2 börn og hefði starfað lengi í golfi. Hann kæmi úr Golfklúbbnum Oddi en ætti aukaaðild að Golfklúbbnum á Flúðum. Hann hefði verið í nokkur ár í stjórn GO og síðan í stjórn GSÍ í 8 ár. Eins hefði hann setið í stjórn EGA Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 26. 2013 | 14:00

Úr framboðsræðu Margeirs Vilhjálmssonar

Margeir Vilhjálmsson, fyrrum framkvæmdastjóri Golfklúbbs Reykjavíkur bauð sig fram til forseta GSÍ, á móti fyrrum sitjandi varaforseta GSÍ, kjörtímabilið 2011-2013 og núverandi forseta GSÍ Hauki Erni Birigssyni á Golfþingi Íslands, höldnu af GSÍ s.l. laugardag, 23. nóvember 2013. S.s. allir vita sigraði Haukur Örn í kosningunni með 120 atkvæðum gegn 29 atkvæðum Margeirs og er því réttkjörinn, nýr forseti GSÍ. Margeir hefir nú kært kosninguna og freistar þess að fá hana dæmda ógilda. Rök hans fyrir þeirri ákvörðun eru að kjörnefnd, sem skipuð var og í áttu sæti Elsa Valgeirsdóttir, formaður GV, Garðar Eyland, GR og Ingi Þór Hermannsson, formaður GO; hafi á þinginu, fyrir kosninguna mælt með Hauki Erni í Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 26. 2013 | 11:00

Paulina Gretzky veitir verðlaun á AMA

Paulina Gretzky, kærasta Dustin Johnson,  sló í gegn á AMA (American Music Award)  þ.e. bandarísku tónlistarverðlaunahátíðinni, sem fram fór s.l. sunnudagskvöld. Skv. viðtali við tímaritið Maxim´s þá er Paulina búin að setja eigin frama í tónlistinni á bið. Söngkonan Miley Cyrus tróð upp og söng og vakti mikla lukku m.a. vegna þess að í tónlistarmyndbandinu þar sem hún syngur er ekki hún heldur syngjandi kisa.  Þetta sló í gegn m.a. hjá besta leikmanni í bandaríska ruðningsboltanum, James LeBron sem tvítaði: „Miley Cyrus er með frábæra rödd. Hún getur sungið. Skrúfaðu bara fyrir stælana svolítið og þú vinnur!!!“ En víkjum sögunni aftur að Gretzky. Hún og söngkonan Ciara veittu stórkylfingnum Justin Timberlake Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 26. 2013 | 07:00

Draumur Day um að verða nr. 1

Undanfarin ár hafa verið erfið fyrir Jason Day og jafnvel á þessu ári sleppur hann ekki við áföllin þó að þessu sinni séu þau utan vallar, en hann missti nú um daginn 8 ættingja sína í fellibyl á Filipseyjum, en þaðan er móðir hans. Á honum hefir lítið borið síðan að hann sigraði á Byron Nelson Championship árið 2010 og varð síðan í 2. sæti á ýmsum stórmótum s.s. Masters 2011 og Opna bandaríska. Þeim mun meiri var gleði Day að sigra nú um helgina í ISPS Handa heimsmótinu, í Melbourne, Ástralíu, en hann sigraði bæði í einstaklings- og liðakeppninni…. og ekki skemmdi fyrir að sigurinn vannst á heimavelli. Við þennan Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 25. 2013 | 21:00

Golf sem meðal við sambandsslitum

Við höfum öll heyrt því fleygt að golf geti komið bestu samböndum í spennitreyju (okkur hér á Golf 1 líkar ekki við slíkar sögur), en getur golfleikurinn líka læknað brostið  hjarta?  Svo virðist vera raunin hjá Bruce Jenner. Tengt efni: Myndir af uppáhalds frægu kylfingunum okkar  Svo sem fram kom í  People Magazine   er þessi fyrrum gullverðlaunahafi á Ólympíuleikunum og föðurmynd raunveruleikaþáttanna  Keeping up with the Kardashians,  á E! í ágætis formi þrátt fyrir nýlegan skilnað frá eiginkonu sinni til 22 ára, Kris. Svo segir a.m.k. sonur Jenner, Brody og aðspurður hvað valdi góðu skapi föður hans segir Brody að það skaði ekki í þessu sambandi að golf sé enn hluti Lesa meira