
Augusta National byggir bílastæði á landi sem kostaði milljarð
Það eru bara 4 mánuðir þar til Masters risamótið hefst í Augusta National, með sínum alparósum, ostasamlokum, hvítum kaddý-búningum og …. frábæru heimsklassa golfi.
Flestir kylfingar geta varla beðið.
Árið 2002 keypti Augusta National íbúðablokkina „The Greens“ á Washington Road, sem var byggð árið 1972.
Þetta var 9,7 ekru eign sem fékkst fyrir $8.3 miljón (þ.e. rúman 1 milljarð íslenskra króna).
Nú eru forstöðumenn Augusta að rífa bygginguna til þess að byggja bílastæði, þ.e. bæta við bílastæðum fyrir allan þann mikla fjölda sem búist er við að muni fylgjast með The Masters risamótinu á næsta ári, 2014.
Talsmaður Augusta, Steve Ethun, sagði a.m.k. að verið væri að rífa bygginguna til þess að „bæta við bílastæðum og síðan í nokkuð sem ekki er gefið upp.“ Hann bætti við að ekki yrði nánar gefið upp hvað byggt yrði á jörðinni því það myndi valda ónauðsynlegum vangaveltum meðal almennings.
8.3 milljónir bandaríkjadala er mikill peningur. Það þýðir að verið er að kaupa ferfetið á 19 dollara eða u.þ.b. 2400 íslenskar krónur. Þetta er þó ekki dýrasti staðurinn að byggja á t.a.m. kostaði ferfetið $ 2.300 á Manhattan í New York þ.e. u.þ.b. 280.000 íslenskar krónur…. og það var árið 2000…. sem eru auðvitað klikkun!
Augusta er ekki Manhattan en Masters er einn virtasti golfviðburður á árinu, þannig að í ljósi ofangreinds virðist Augusta National bara hafa fengið góðan „díl“ á jörðinni …. og eins og sagði á nýlegu málþingi GSÍ, þá er byggingarjörðum varið undir golfvelli (eða hér í þessu tilviki: til að bæta aðstöðuna í kringum þá), nokkuð sem er verðmætt til framtíðar.
- júní. 25. 2022 | 17:00 LET: Guðrún Brá og Ólafía Þórunn úr leik í Tékklandi
- júní. 25. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Hrafnkell Óskarsson – 25. júní 2022
- júní. 25. 2022 | 07:00 Íslandsmót golfklúbba 2022: GA Íslands- meistari í fl. 16 ára og yngri drengja
- júní. 24. 2022 | 22:00 LET: Guðrún Brá og Ólafía Þórunn báðar með á Czech Ladies Open
- júní. 24. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Kaname Yokoo —-– 24. júní 2022
- júní. 23. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Flory van Donck – 23. júní 2022
- júní. 23. 2022 | 00:10 LIV: Tilkynnt um leikmannahóp á 2. móti sádí-arabísku ofurgolfmótaraðarinnar – Brooks Koepka og Abraham Ancer meðal keppenda!
- júní. 22. 2022 | 22:00 Ragnhildur og Perla Sól úr leik á Opna breska áhugamannamótinu
- júní. 22. 2022 | 20:00 EM einstaklinga: Hlynur T-46 e. 1. dag
- júní. 22. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Kristinn J. Gíslason – 22. júní 2022
- júní. 22. 2022 | 10:00 Ragnhildur og Perla Sól keppa í 64 manna úrslitum á Opna breska áhugamannamótinu
- júní. 22. 2022 | 09:00 Brooks Koepka dregur sig úr Travelers
- júní. 21. 2022 | 20:00 GSÍ: Landslið Íslands valin fyrir EM í liðakeppni
- júní. 21. 2022 | 18:00 GSK: Drífið ykkur norður á Opna Fiskmarkaðsmótið!!!
- júní. 21. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Carly Booth –—— 21. júní 2022