Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 27. 2013 | 18:30

Rose og Stenson tilnefndir til verðlauna

Justin Rose hefir verið tilnefndur til verðlaunanna íþróttamans ársins á BBC (ens. BBC Sports Personality of the Year award), vegna sigurs hans á Opna bandaríska í júní.

Rose, sem fyrst komst á golfradarinn 1998 þegar hann varð í 4. sæti á Opna breska, náði að krækja sér í fyrsta risamótstitil sinn nú í sumar í Merion golfklúbbnum, en þar tókst honum að gera betur en aumingja Phil Mickelson og Jason Day, en Rose átti 2 högg á þá báða.  Hann ánafnaði sigur sinn föður sínum heitnum (sem var á pokanum hjá honum 1998 á Opna breska).

Rose fetar þar með í fótspor Rory McIlory, sem var tilnefndur á síðasta ári og keppir við aðra íþróttamenn um heiðursverðlaunin þ.á.m: Mo Farah, Christine Ohuruogu og Hannah Cockroft, Wimbledon meistarann Andy Murray, hjólreiðakappann Chris Froome, seglbátakappann Sir Ben Ainslie, knapann AP McCoy, krikkettleimanninn Ian Bell og rugby stjörnuna Leigh Halfpenny.

Verðlaunaafhendingin fer fram sunnudaginn, 15. desember í Leeds og geta golfáhangendur í Bretlandi stutt Rose með því að taka þátt í símakosningu sem jafnframt fer fram á vefnum.

Á meðan er Henrik Stenson, sem vann svo glæsilega Race to Dubai 2013 fyrr í mánuðnum, tilnefndur til tveggja verðlauna á sænsku íþróttauppskeruhátíðinni (ens. Swedish Sports Gala), en hún fer fram í Stokkhólmi, 13. janúar 2014.

Stenson er tilnefndur til íþróttamanns ársins og til íþróttaafrek ársins (vafasamt er að nokkur sænskur íþróttamaður verið betur að þeim kominn en Stenson fyrir árið 2013!!! …. og vonandi að hann fái verðlaunin…. bæði!!!).