Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 28. 2013 | 10:00

Satíruþáttur á BBC varpar kastljósi á kynjamismunun í golfi

Margir sem búið hafa í Englandi kannast við háðfuglana Jolyon Rubinstein og Heydon Prowse, sem stýra Satírusjónvarpsþættinum „The Revolution Will Be Televised“ á BBC.   Etv. einnig þeir sem eru geta fylgst með og fylgjast með BBC hér á landi.

Rubinstein og Prowse

Rubinstein og Prowse

Í hverjum þætti er ákveðið málefni tekið fyrir og háðfuglarnir gera írónískt grín að því, en þessir þættir þar em horft er á samtímann gegnum háðsgleraugu hefir m.a. unnið til BAFTA-verðlaunanna.

Í nýlegum þætti var kynjamismunun í golfi tekið fyrir. Sérstakt  efni þáttanna voru golfklúbbar, þar sem einungis körlum er heimilt að gerast félagar í og neita konum um aðild.

Jolyon Rubinstein og Heydon Prowse, þóttust vera hollenskir kvikmyndagerðarmenn og gáfu m.a. í skyn að „men-only policy“, þ.e. „einungis-karlmenn-stefna“ ætti sér kynferðislega undirtóna.

Þátturinn sem fór í loftið s.l. sunnudag, 24. nóvember hófst með vísun til    men-only stefnunnar á mótsstað Opna breska 2013:  “In July the British golf Open was held at Muirfield, which requires more than a pair of golf balls to be a member. Is it really gentlemanly to exclude half the population as members of these clubs?” (Íslensk þýðing: Í júli var Opna breska haldið í Muirfield sem gerir kröfu um meira en tvo „golfbolta“ til þess að unnt sé að gerast félagi. Er það virkilega herralegt að útiloka helming þjóðarinnar frá því að geta gerst félagar í þessum klúbbum?“

Þáttastjórnendurnir fóru síðan á mótsstað Opna breska árið 2011, Royal St George’s Golf Club í Kent, þar sem þeir voru með dónalegar athugasemdir og voru þeir beðnir að yfirgefa þennan klúbb þar sem einungis karlar mega vera félagar.

Þeir heimsóttu einnig fjölda klúbba í London þar sem einungis körlum er heimiluð félagsaðild í, s.s. White’s Gentleman’s Club, Boodle’s Gentleman’s Club, Pratt’s Gentleman’s Club og The Garrick og spurðu skrítinna spurninga á borð við hvort þeir mættu koma með konur ef þær væru gæludýr þeirra?

Það sem er gleðilegt er að frá Skotlandi berast þær fréttir að Royal Burgess Golf Club í Edinborg gæti breytt reglum sínum og heimilað konum að gerast klúbbmeðlimir  en það er nú umræðuefni meðal klúbbfélaga og fjölda nefnda í klúbbnum.

Hvað skal segja? Góðir hlutir gerast hægt, en frábært ef einn klúbbanna í Skotlandi er að breyta um stefnu!!!

Þeir sem eru fylgjandi því að klúbbar séu til staðar þar sem mismunun viðgengst og engar konur mega vera klúbbmeðlimir í fela sig oft bakvið jákvæð hugtök á borð við að þeir séu fylgjandi „fjölbreytileika“ og „sveigjanleika“, gefandi í skyn að þessir kvenfeministar séu ekkert annað en ósveigjanlegir og með þrönga sýn á málefnin. Af hverju mega karlar ekki vera með sína eiginn klúbba og mynda með sér félagsskap, þar sem engar konur eiga aðild að? spyrja þessir sömu aðilar.   Það sem gleymist er að hér er um grundvallarmannréttindi að ræða. Af hverju á að koma öðruvísi fram við konur en karla?

Sumum kann að finnast óviðeigandi að farið sé inn í rótgróna, gamla golfklúbba og vera þar með dónalegar athugasemdir í smátíma eina dagstund s.s. Rubinstein og Prowse gerðu. Það sé ekki rétta leiðin til að vinna málstað kvenna meðbyr.  En leiðir einhver hugann að því að bara með því að útiloka konur, hafna þeim, koma fram við þær sem 2. flokks manneskjur,  sem er gert þegar verið er að útiloka þær frá aðild í golfklúbb, þá er verið með viðvarandi dónaskap við konur dag eftir dag, nokkuð sem er bara viðtekið og viðurkennt.  Finnst sönnum herra- og heiðursmönnum í lagi að verið sé með dónaskap við ömmur þeirra, dætur, konur, systur og aðrar kvenkyns verur í lífi þeirra, ja svo ekki gleymist þær  manneskjur, sem gáfu þeim lífið fyrir það fyrsta, mæður þeirra?