Adam Scott
Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 28. 2013 | 07:00

Adam Scott á 62 og með vallarmet á 1. hring Australian Open

Adam Scott hefur baráttu sína fyrir því að vinna öll 3 stærstu mótin í Ástralíu vel.  Hann hefir þegar sigrað á PGA Australia og Australian Masters mótunum og á nú raunhæfan möguleika á að sigra á öllum 3 stærstu mótunum í Ástralíu.

Hann setti vallarmet í morgun á golfvelli Royal Syndney golfklúbbsins á Australian Open þegar hann spilaði 1. hring á frábærum 10 undir pari, 62 höggum.   Hann fékk 10 fugla í röð á holum 6-15 á hring þar sem hann missti ekki högg!

Í 2. sæti eftir 1. dag er Kanadamaðurinn Ryan Yip á 7 undir pari, 65 höggum og í 3. sæti er Ástralinn David McKenzie á 6 undir pari, 66 höggum.

Til þess að sjá stöðuna eftir 1. hring SMELLIÐ HÉR: 

Hér má sjá Adam Scott á blaðamannafundi í Syndney eftir frábæra 1. hringinn SMELLIÐ HÉR: