Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 27. 2013 | 15:30

Elle Nichols valin Miss Golf

Okemos efstibekkingurinn Elle Nichols var valin Miss Golf í Michigan á fundi hjá golfþjálfarasambandi Michigan s.l. sunnudag í Eagle Eye golfklúbbnum í East Lansing, Michigan.

„Ég vissi að þetta yrði erfitt val vegna þess að það er mikið af góðum kylfingum og margar stúlkur áttu tækifæri,“ sagði Nichols. „Þetta var takmark mitt að sigra Miss Golf á þessu ári og þannig vissi ég að ég varð að verja miklum tíma og einbeitingu í hvert mót vegna þess að hver mál skipti máli til þess að vinna þessi verðlaun.“

Nichols vann 2. deildarmeistaramótið með 3 höggum á næsta keppanda í Forest Akers East á þessu keppnistímabili og það nægði næstum því til þess að Okemos ynni liðakeppnina.

„Þetta er þriðja árið hennar í röð á Super Team, sem er býsna mikilsvert, vegna þetta þýðir að hún er einn af topp-7 eða 8 kylfingum í ríkinu,“ sagði þjálfari Okemos, Dan Stolz. „Það er mikið af hæfileikafólki á þessu svæði [….] og Elle og Elle var með lægsta meðalskorið og vann 3 ríkismót í röð. Hún gerði það á þessu ári og á ferli sínum.“

Elle var að meðaltali 36,61 högg á 9 holur á þessu tímabili. Elle Nichols mun spila í háskólagolfinu með liði Oakland University á næsta keppnistímabili.

„Hún vill halda áfram að bæta sig og hvíla ekki á afrekum sínum heldur reyna að verða stöðugt  betri. Hún er að reyna að verða betri manneskja og kylfingur,“ sagði Stolz. „Á hverju móti sem við fórum á er hún vinsælasti kylfingurinn en líka sá besti. Það er ekkert yfirborðslegt eða hrokafullt við Elle og það er nokkuð sérstakt miðað við hversu góð hún er….ég verð að hrósa henni fyrir hvers konar persóna hún er og hrósa foreldrum hennar fyrir hvernig þeir ólu hana upp.“