Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 27. 2013 | 19:00

Catriona Matthew byggir í Skotlandi

Hvað eiga Donald Trump og Catriona Matthew sameiginlegt?  Bæði eru að byggja í Skotlandi; Trump golfstað og Catriona, hús… þ.e.a.s  ef samþykkt verður.

Catriona Matthew, sigurvegari á Opna breska kvenrisamótinu 2009 vonast til þess að fara að geta hafist handa við byggingu húss á sögulega golfsvæðinu North Berwick í Skotlandi.

Catriona og eiginmaður hennar, Graeme, vonast til þess að fá samþykki skipulagsyfirvalda East Lothian til þess að brjóta niður Links Lodge á Links Road til þess að byggja sér nútímalegra hús.

Skipulagsyfirvöld hafa þegar mælt með að hún hljóti vilyrði til þessa.

Bæjarráðsmaðurinn David Berry bað um umræður fyrir bygginganefnd vegna þess að það að fjarlægja og byggja nýtt hús á þessum  fræga stað verður sjáanlegt frá West Links golfvellinum og af ströndinni.

Í skipulagsskýrslu kemur fram að nýja hús Catrionu sé nútímahönnun með stórum glerjuðum svæðum og eins-hliðar-hallandi þaki (ens. sloping mono-pitch roof).