Oliver Horovitz á Íslandi 26. nóvember 2013, að árita bók sína „An American Caddie in St. Andrews.“ Mynd: Golf 1
Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 27. 2013 | 14:00

Margmennt þegar Oliver Horovitz las upp úr, seldi og áritaði bók sína „An American Caddie in St. Andrews“

Margmenni var á fyrirlestri Oliver Horovitz á Icelandair Hotel Reykjavík Natura, en hann var hér kominn til að selja, árita og lesa upp úr bók sinni „An American Caddie in St. Andrews.“

Athygli vakti hversu margir fundargesta höfðu spilað velli Skotlands, en þarna voru mættir aðdáendur linksarana og auk þess félagsmenn í „The Golfing Society of Iceland“, sem stóðu fyrir komu Horowitz til landsins.

IMG_0057

Allir sem sóttu fyrirlestur Horowitz fengu að gjöf árituð rauð tí frá honum, sem eru til kynningar á bók hans.

Samhliða áritun hans á bók sinni, fór fram púttkeppni.

Horowitz hefir m.a. dregið fyrir David Lema, son Tony Lema , sem lést langt um aldur fram í flugslysi(Sjá kynningu Golf 1 á honum með því að SMELLA HÉR: )  og eins marga þekkta menn s.s. Michael Douglas, Andy Garcia og Huey Lewis.

Horovitz sagði á fyrirlestrinum frá aðdraganda þess að frestun varð á námi hans í Harvard og hann leiddist út í kaddýstörf á St. Andrews. Hann sagði frá frænda sínum Ken, sem hann ánafnar bókina, manns sem ílengdist í Skotlandi eftir að hafa verið í flugher Bandaríkjanna í seinni heimstyrjöldinni og svo sagði Horovitz skemmtilegar kaddýsögur m.a. goggunarröðinni sem er á kaddýunum í St. Andrews.

Golf 1 mun nánar fjalla um Horovitz og bók hans „An American Caddie in St. Andrews.“

Fjölmenni á fyrirlestri Oliver Horovitz á Íslandi 26. nóvember 2013. Mynd: Golf 1

Fjölmenni á fyrirlestri Oliver Horovitz á Íslandi 26. nóvember 2013. Mynd: Golf 1