Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 1. 2013 | 07:00

Fyrsti sigur Rory í ár! Scott náði ekki þrennunni

Rory McIlroy krækti sér í fyrsta sigur sinn á árinu á Australian Open nú í nótt. Fyrir lokahringinn var Rory 4 höggum á eftir Adam Scott og virtist sem ástralska þrennan myndi falla í skaut Masters sigurvegara ársins og aðal stolts heimamanna, Ástrala, í golfinu um þessar mundir. En Rory setti þar strik í reikninginn – Hann átti frábæran lokahring upp á 66 högg, sem Scott átti ekkert svar við, en Scott lék á 71 höggi og því vann Rory með 1 höggs mun. Reyndar var það þannig að Rory var búinn að vinna upp 4 högga forskot Adam Scott á 8. holu, en Scott setti niður 3 metra pútt Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 30. 2013 | 17:45

Afmæliskylfingur dagsins: Alessandro Tadini – 30. nóvember 2013

Það er Alessandro Tadini sem er afmæliskylfingur dagsins, en hann fæddist 30. nóvember í Borgomanero á Ítalíu 1973 og á því  40 ára stórafmæli í dag.  Tadini gerðist atvinnumaður í golfi 1994. Hann komst á Evróputúrinn 2003, eftir að hafa gert 6 tilraunir til þess að komast í gegn í Q-school. Hann vann sér ekki inn nægilega mikið verðlaunafé á nýliðaári sínu þannig að hann spilaði næsta keppnistímabil á Áskorendamótaröðinni (ens. Challenge Tour).  Árið 2004 varð hann í 2. sæti á Challenge Tour þannig að hann komst aftur á Evrópumótaröðina og hélt korti sínu þar til loka árs 2007, þegar hann féll aftur niður í Áskorendamótaröðina. Hann kom sér upp Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 30. 2013 | 17:30

Golfkylfur sem morðvopn?

Næstum 5 og 1/2 ári eftir tvöfalt morð á Indlandi, sem hlaut mikla umfjöllun fjölmiðla þar í landi, hefir verið komist að niðurstöðu.  Og það var golf sem átti þátt í þeirri niðurstöðu. Í The Times of India  kom fram að tannlæknirinn Rajesh Talwar og eiginkona hans Nupar Talwar hafi verið fundin sek um dráp á 14 ára dóttur þeirra, Aarushi, og þjóninum, Hemraj Banjade á heimili þeirra í Jalvayu Vihar árið 2008. Dómurinn byggði á kenningu settri fram af rannsóknarmiðstöð Indlands (ens. Central Bureau of Investigation (CBI) ) um að golfkylfur hr. Talwar hefðu verið notaðar til þess að fremja morðin. Með hliðsjón af ákomum hinna myrtu þótti líklegt að golfkylfurnar hefðu Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 30. 2013 | 15:00

Bræður í golfsögubækur

Meðan Adam Scott er að eltast við að komast í golfsögubækurnar með því að verða einn teljandi á fingrum annarrar handar til þess að ná áströlsku þrennunni þá er annar Scott á golfvelli Royal Sidney golfklúbbsins þegar búinn að skrifa sig í golfsögubækurnar. Áströlsku bræðurnir Scott og Jamie Arnold urðu fyrstu bræðurnir til þess að verða paraðir saman í Australian Open. „Það væri ekki hægt að skrifa betra handrit,“ sagði Scott eftir að hann spilaði 2. hringinn á 3 undir pari og var samtals á 7 undir pari. „Við spiluðum mikið saman golf sem krakkar en við höfum ekki spilað saman árum saman. Hann er búinn að vera í Bandaríkjunum Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 30. 2013 | 14:00

Fyrirlestur Pierre Bechmann fv. formanns R&A á málþingi GSÍ (1/5)

Franski lögmaðurinn Pierre Bechmann, sem er fyrsti formaður R&A frá meginlandi Evrópu, hélt geysigóðan fyrirlestur á málþingi GSÍ, 22. nóvember s.l. þar sem hann kynnti starfsemi R&A í 260 ár.  Bar fyrirlestur hans yfirskriftina „Lífstíll í 260 ár“ og gerði Bechmann þar hlutverki R&A góð skil. Golf 1 var á málþinginu og hér verður fyrirlesturinn, sem var u.þ.b. 50 mínútna birtur og fer hér fyrsti hluti af 5 á þessum góða og ítarlega fyrirlestri Bechmann. Hann er hér í þýðingu Golf 1 og eru allar villur á ábyrgð vefsins. Hér er fyrirlestur Bechmann í íslenskri þýðingu: „Hr. forseti, herrar mínir og frúr, Ég er þakklátur fyrir boð ykkar um að Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 30. 2013 | 11:00

Alfred Dunhill Championship í beinni

Alfred Dunhill Championship hófst á fimmtudaginn á Leopard Creek golfvellinum í Suður-Afríku. Á mótinu taka þátt ýmsir stórkylfingar s.s. Ricardo Santos, Charl Schwartzel og Thomas Aiken. Eftir 2. dag eru það nýliðinn á Evróputúrnum í ár, Morten Örum Madsen og Masters risamótsmeistarinn, Charl Schwartzel sem verma 1. sætið. Sjá má kynningu Golf 1 á Madsen með því að SMELLA HÉR:  Sjá má beina útsetndingu frá Alfred Dunhill Championship með því að SMELLA HÉR:  Til þess að fylgjast með stöðunni á skortöflu SMELLIÐ HÉR:

Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 30. 2013 | 10:50

Evróputúrinn: Madsen og Schwartzel deila efsta sætinu á Alfred Dunhill í hálfleik

Það eru Daninn Morten Örum Madsen og heimamaðurinn Charl Schwartzel sem deila 1. sætinu þegar Alfred Dunhill mótið á Leopard Creek golfvellinum í Suður-Afríku er hálfnað. Báðir léku þeir á 8 undir pari, 136 höggum; Madsen (65 71) og Schwartzel (68 68). John Daly var því miður á 3 yfir pari og náði ekki niðurskurði. Þriðji hringur er þegar hafinn og má fylgjast með honum hér á Golf 1. Til þess að fylgjast með skorinu á Alfred Dunhill Championship SMELLIÐ HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 30. 2013 | 10:45

Adam Scott nálgast áströlsku þrennuna – hefir 4 högga forskot fyrir lokahring Australian Open

Adam Scott er einn í 1. sæti á Australian Open mótinu sem fram fer á golfvelli Sydney Golf Club í Ástralíu. Hann er því farinn að nálgast það óðfluga að verða fyrsti kylfingurinn í lengri tíma til þess að ná „áströlsku þrennunni“ þ.e. sigra á öllum 3 stærstu mótunum í Ástralíu, en hann er þegar búinn að sigra á PGA Australia og Australia Masters mótunum. Nú er bara að eiga frábæran lokahring á morgun á Australian Open og þá er þrennan hans! Nr. 2 á heimslistanum, Adam Scott, er með 4 högga forskot á næsta mann, nr. 6 á heimslistanum Rory McIlroy, sem búinn er að eiga vægast sagt ömulegt Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 30. 2013 | 10:30

Lögmenn Singh vilja að PGA leggi fram lista þeirra sem uppvísir hafa orðið að lyfjamisnotkun

Deila Vijay Singh og PGA heldur áfram jafnvel þó báðir aðilar bíði aðeins eftir að dómur vísi máli  Vijay frá dómi að kröfu PGA, en Vijay höfðaði mál eftir að PGA mótaröðin vék honum frá fyrir að brjóta gegn eiturlyfja-prógrammi mótaraðarinnar. Í október fór PGA fram á það við dómarann Eileen Bransten í viðskiptadeild (Commercial Division) Supreme Court í New York (1. dómstig) að málinu yrði vísað frá og verður dómþing haldið að nýju 3. desember n.k. Á meðan hefir gagnaöflun hins vegar verið fram haldið af báðum hliðum og er nú svo komið að báðir málsaðilar eru með langa kröfulista og andmæli við gögn hins. Meðal þess sem lögmenn Singh Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 30. 2013 | 10:00

LET: Suwannapura sigraði á Hero Women´s India Open

Það var thaílenski kylfingurinn Thidapa Suwannapura sem sigraði á Hero Women´s India Open, sem fram fór á „Páfuglavellinum“ (golfvelli The Delhi Golf Club, Nýju Delhi á Indlandi). Hún lék á samtals 8 undir pari, 208 höggum (66 74 68). Í 2. sæti varð franski kylfingurinn Valentine Derrey, 3 höggum á eftir Thidöpu á samtals 5 undir pari, 211 höggum. Þriðja sætinu deildu 2 kylfingar á samtals 4 undir pari hver þ.e.: enski kylfingurinn Hannah Burke og Saraporn Chanchoi frá Thaílandi. Í 5. sæti voru síðan Solheim Cup stjarnan Charley Hull, áhugamaðurinn Gauri Monga og Beth Allen frá Bandaríkjunum. Til þess að sjá lokastöðuna á Hero Women´s India Open í heild SMELLIÐ Lesa meira