Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 30. 2013 | 14:00

Fyrirlestur Pierre Bechmann fv. formanns R&A á málþingi GSÍ (1/5)

Franski lögmaðurinn Pierre Bechmann, sem er fyrsti formaður R&A frá meginlandi Evrópu, hélt geysigóðan fyrirlestur á málþingi GSÍ, 22. nóvember s.l. þar sem hann kynnti starfsemi R&A í 260 ár.  Bar fyrirlestur hans yfirskriftina „Lífstíll í 260 ár“ og gerði Bechmann þar hlutverki R&A góð skil.

Golf 1 var á málþinginu og hér verður fyrirlesturinn, sem var u.þ.b. 50 mínútna birtur og fer hér fyrsti hluti af 5 á þessum góða og ítarlega fyrirlestri Bechmann. Hann er hér í þýðingu Golf 1 og eru allar villur á ábyrgð vefsins. Hér er fyrirlestur Bechmann í íslenskri þýðingu:

Pierre Bechmann á Íslandi, 22. nóvember 2013. Mynd: Golf 1

Pierre Bechmann á Íslandi, 22. nóvember 2013. Mynd: Golf 1

„Hr. forseti, herrar mínir og frúr,

Ég er þakklátur fyrir boð ykkar um að mega halda hér fyrirlestur um hlutverk R&A og ég er ánægður að vera á Íslandi af fjölmörgum ástæðum. Ein þeirra er og ég hugsaði ekkert út í það fyrr en ég heyrði í þér hr. forseti, að þið eruð ein af fáum þjóðum sem berið nafn mitt rétt fram, sem gerist ekki í Frakklandi, þannig að þakka þér fyrir og í öðru lagi allt frá því að ég fékk áhuga á evrópsku golfi, hef ég dáðst að tryggð GSÍ og stuðningi þess við evrópska viðburði. Nú nýlega var ég ánægður að sjá klúbbmeistara Íslands keppa í Búlgaríu í Evrópukeppni klúbbliða (European Ladies Club Trophy) og þær unnu Austurríki og síðan í Portúgal, íslenska klúbbmeistara karla. Sem stjórnarmaður í EGA meistaramótsnefndinni þá er ég ánægður með að starfa með Hauki Erni Birgissyni, sem er svo framúrskarandi sendiherra  íslensku golfíþróttarinnar. Eins og þið vitið þá hefir mér hlotnast sá heiður að starfa sem formaður R&A á s.l. ári og ein af skyldum mínum var að halda fjölmargar ræður í lokin á löngum „dinner“-um. Þá voru margir búnir að fá sér í glas þannig að nú er ég frammi fyrir fyrstu allsgáðu áheyrendum mínum í langan tíma. Þið gerið ykkur grein fyrir muninum á R&A golfklúbbnum og The R&A er örlítið önnur stofnun. Ég mun reyna að lýsa þessu fyrir ykkur. Fyrst R&A og hvað það gerir fyrir golfið og síðan að tala örlítið um golfklúbbinn þ.e. The Royal & Ancient Golf Club of St. Andrews. Endilega grípið fram í fyrir mér hvenær sem þið viljið þetta eiga að vera tjáskipti og ég er ánægður að svara spurningum ykkar. Ég er með ströng fyrirmæli frá forseta ykkar um leikhraða og ég skal gera mitt besta.  Pierre Bechmann sýnir fyrsta slights-ið með eftirfarandi stikkorðum:

The R&A

Championships  (Meistaramót)

Governance (Yfirstjórn)

Working for Golf (Vinnan fyrir golfið)

Yfirskrift málþings ykkar er „Golf sem lífstíll.“ Hreinskilnislega hef ég aldrei séð betri lýsingu á því hvað golf snýst um. Og það byrjaði einmitt þannig 14. maí 1754 þegar 22 aðals- og herramenn hittust yfir málsverði á St. Andrews og ákváðu að borga hver 5 skildinga og kaupa silfurbikar, sem þeir myndu keppa um á hverju ári og mynda klúbb sem hét The St. Andrews Society of Golfers. Á árinu 1834 gerðist Vilhjálmur konungur IV verndari klúbbsins og því nefnist klúbburinn Royal & Ancient Golf Club.  Smátt og smátt tók þessi golfklúbbur yfir skyldur fyrir golfið, án þess að vera með eiginn golfvöll, ég kem aftur að því. Alltaf, alltaf að beiðni annarra. Og ef þið farið héðan í kvöld þá er það eina sem ég vil að þið munið er að allt sem R&A gerir, er vegna þess að aðrir hafa beðið það um að gera eitthvað. Allt sem R&A gerir, gerir það MEÐ öðrum. Engin ákvörðun er tekin af R&A án þátttöku fjölmargra um allan heim. Og þannig að R&A golfklúbburinn þróaðist með tímanum og tók á hendur skyldur … og árið 2004 þá varð aðskilnaður milli R&A golfklúbbsins og R&A fyrirtækjanna (ens. Group of Companies þ.e. The R&A), sem nú hafa t.d. tekið að sér að sjá um Opna breska og gera frumvarp að golfreglum o.s.frv..  Hlutverk The R&A er einkum þríþætt: Það sér um skipulagningu meistaramóta (ens. Championships); það hjálpar til við stjórn leiksins og það leggur  sinn skerf til þess sem við köllum „vinnu fyrir golf“ í öðrum löndum. Eitt við R&A golfklúbbinn félagar hans eru mjög alþjóðlegir en 45% félaga koma frá löndum utan Bretlandseyja, það er stórt hlutfall af 1900 félögum, eða eitthvað um 900 sem ekki eru breskir. Þannig tölum fyrst um meistaramótin (Championship) – þá birti Bechmann eftirfarandi glæru:

The R&A – Championship

* Open Championships  (Opnu bresku meistaramótin)

* Amateur Championship (áhugamannameistramót)

* Boys Championship (meistramót drengja)

* Senior Open Amateur Championship (öldungameistaramót áhugamanna)

* Boys Home International (strákar heima – alþjóðleg keppni)

* International Matches (alþjóðlegar keppnir):

– Walker Cup

– St. Andrews Trohy

– Jacques Léglise Trophy

Þið kannist öll við Opna bresku meistramótin – þau höfu göngu sína í Prestwick golfklúbbnum og R&A golfklúbburinn skipti sér ekkert af mótunum fyrr en mörgum árum eftir að þau hófust.  Áhugamannamótin voru hleypt af stokkunum árið 1885 af Royal Liverpool golfklúbbnum í Hoylake, ekki af R&A golfklúbbnum. Það var aðeins nokkrum árum eftir að Royal Liverpool golfklúbburinn sagði við R&A golfklúbbinn: „Gerið það takið við“ (ens.: „Please run it!“). Nú meistaramót drengja (ens. Boys Championship) var hleypt af stokkunum 1921 af enskum majór, sem bjó í Ascott. Á árunum 1921-1948 var mótið haldið af þessum herramanni. En árið 1948 sneri hann sér til R&A og sagði: „Please run it!“  Síðan höfum við komið á fót öldungameistaramóti áhugamanna (Senior Open Amateur Championship) og Strákar heima – alþjóðlega mótið (ens. Boys Home International) sem er keppni milli Englands, Wales, Írlands og Skotlands og við höldum alþjóðleg mót, saman með bandaríska golfsambandinu (USGA) t.a.m. Walker Cup sem er keppni milli bandarískra og evrópskra áhugamanna, St. Andrews Trophy sem er gegn meginlandi Evrópu og Jacques Léglise Trophy sem er gegn meginlandi Evrópu. Þannig að meistaramótin taka rúman hluta í starfi R&A og þar er Opna breska auðvitað langmikilvægasta mótið, vegna þess að þaðan koma tekjurnar, sem síðan eru dreifðar aftur til golfsins á fjölmarga vegu, eins og ég mun skýra.

Butséð frá mótum þá fer R&A með hlutverk í því sem við köllum stjórn (ens. governance). Eins og ég lagði áherslu á fer R&A ekki eitt með stjórnina heldur alltaf með öðrum. R&A stjórnar á 3 meginsviðum (sett upp á glæru):

Rules (þ.e. reglum)

Equipment Standards (stöðlun golfútbúnaðar)

Rules of Amateur Status (reglur um áhugamennsku)

Síðan víkjum við að því sem við nefnum „Unnið fyrir golf“ sem felur í sér 3 þætti (sett upp á glæru):

1 Sustainable golf (Viðhald golfsins)

2 Golf Development (Þróun golfsins)

3 Heritage (Arfleifð)

Sustainable Golf (viðhald golfvalla – Eigum við í Evrópu að fara að setja meindýraeyðingarefni í vatn til þess að fá mýkri yfirborð valla o.s.frv. – svarið er já.  Umræðan um að vökva golfvelli of mikið sem er slæmt fyrir vellina og golfið. Það verður að reka golfvelli með mismunandi hætti. Það er þar sem R&A veitir aðstoð. Aftur að beiðni EGA (European Golf Association) sem setti á laggirnar golfvallanefnd, einhver varð að vinna vinnuna á bakvið, þannig að menn sneru sér til R&A til þess að hafa umsjón með vinnunni.

Golf Development (þróun golfsins) –  Á ári eru 4-5 milljóna punda dreift til golfs um allan heim – til sérstakra áætlana – barna- og unglingastarfs – almenningsgolfvalla – æfingaaðstöðu fyrir almenning o.s.frv.

Heritage (arfleifðin) – Hún snýst um að reka British Golf Musuem (þ.e. breska golfsafnið) sem er á bakvið klúbbhúsið í St. Andrews en starfið þar gengur út á að líta eftir safnmunum t.a.m. málverkum, golfboltum, gömlum kylfum og sjá um myndskeiðasafn en til er efni s.l. 60 ára frá Opna breska.  Það þarf að líta eftir meistaramótsmetunum þannig að þannig að það varðveitist bæði hvað varðar atvinnumenn og áhugamenn og týnist ekki.

Bechmann setur upp nýja glæru:

Contents (Efni)

1 Summary of Governance Structure (Yfirlit yfir stjórnskipulag)

2 Amateur Status (Staða áhugamanna)

3 Rules of Golf (Golfreglur)

4 Equipment Standards (Stöðlun golfútbúnaðar)

5 Conclusion (Lok)

Bechmann byrjar síðan á að tala um um 1. liðinn í ofangreindu: Yfirlit yfir stjórnskipulag R&A og setur upp nýja glæru:

1 1897 R&A recognised as golfs governing authority – Rules og Golf Commitee formed (ísl.: R&A viðurkennt sem æðsta stjórnvald golfs – Golfreglunefnd komið á laggirnar).

2. 1899 – First unified Code of Rules (ísl: fyrstu sameinuðu golfreglurnar)

3. 1909 – First equipment rules (ísl: fyrstu reglur um (golf)útbúnað)

4. 1920 – R&A takes over running of Open and Amateur Championships –  Championship Committee formed and assumes responsibilty for Amateur Status Rules

(ísl: R&A tekur yfir framkvæmd Opna breska og breska áhugamannameistaramótsins – Mótanefnd komið á fót og tekur við skyldum á því að setja reglur um áhugamennsku)

5. 1952 – Unified Code with USGA (ísl: sameiginlegar reglur með bandaríska golfsambandinu)

6. 1966 – Amateur Status Committee formed (ísl: nefnd um stöðu áhugamennsku stofnuð)

7. 1974 – Implements & Ball Committee  (now Equipment Standards Committee) formed

Talandi um stjórnskipulag (R&A) sem er áhugavert – þá er 1897 reglunefndinni komið á fót. Aftur, R&A hafði ekkert með golfreglurnar að gera upphaflega. Fyrstu reglurnar voru ritaðar, eins og þið vitið, í Muirfield, af the Honorable Company of Edinburgh Golfers, 1744.  R&A kom ekki til sögunnar fyrr en síðar. R&A var bara beðið um að taka þetta að sér.  1899 voru fyrstu golfreglurnar gefnar út. Það var fyrir yfir 100 árum síðan vegna þess að fyrir þann tíma hafði hver golfvöllur eða golfklúbbur sínar eiginn reglur. Fyrstu reglur um golfútbúnað voru settar 1909. Árið 1920 tekur R&A yfir framkvæmd á Opna breska og breska áhugamannameistaramótinu – 60 árum eftir að Opna breska var hleypt af stokkunum í Prestwick. Árið 1952 og það er ansi mikilvægt erum við með fyrstu sameiginlegu reglurnar með bandaríska golfsambandinu. Þetta var á þeim tíma þegar við hættum við „styming“ þ.e. þegar maður var að pútta og missti þá var maður að reyna að missa til hliðar á holunni til þess að blokka andstæðinginn. Áhugamennskunefndin var stofnuð árið 1966 og boltanefndin eða nefndin um stöðu golfútbúnaðar eins og hún heitir nú var stofnuð 1974.