
Bræður í golfsögubækur
Meðan Adam Scott er að eltast við að komast í golfsögubækurnar með því að verða einn teljandi á fingrum annarrar handar til þess að ná áströlsku þrennunni þá er annar Scott á golfvelli Royal Sidney golfklúbbsins þegar búinn að skrifa sig í golfsögubækurnar.
Áströlsku bræðurnir Scott og Jamie Arnold urðu fyrstu bræðurnir til þess að verða paraðir saman í Australian Open.
„Það væri ekki hægt að skrifa betra handrit,“ sagði Scott eftir að hann spilaði 2. hringinn á 3 undir pari og var samtals á 7 undir pari.
„Við spiluðum mikið saman golf sem krakkar en við höfum ekki spilað saman árum saman. Hann er búinn að vera í Bandaríkjunum og ég hef spilað í Evrópu.“
„Það er orðið ansi langt síðan að við höfum virkilega tekið 18 holur saman. Að spila saman í dag var frábært. Þetta var einn af bestu hringjunum sem ég hef spilað – sérstaklega af því að bróður minn var hér. Ég var að setja niður fullt af fuglum, þannig að ef mér tekst að halda aftur af mistökunum þá stekk ég í eitt sætið þarna uppi.“
Á 3. hringum í dag var Jamie ekki eins heppinn og bróðir hans, lék á 2 yfir, 74 höggum og er samtals á 2 undir pari.
„Það er sérstakt að pabbi og mamma og systir mín eru hér og nokkrir vinir, þetta hefir verið góður dagur,“ sagði Scott.
Bræðraslagur var settur til hliðar. „Hér einu sinni reyndum við alltaf að vinna hvorn annan, en í morgun litum við svo á að við yrðum að reyna að ná Adam (Scoot) og Rory (McIlroy) – við gátum ekki haft áhyggjur af þessum litla slag milli okkar,“ sagði Scott og hló.
Sem stendur er Scott Arnold T-6 á samtals 7 undir pari, 209 höggum (70 70 69) og Jamie Arnold T-27 á samtals 2 undir pari, 214 höggum (72 68 74).
- júní. 25. 2022 | 17:00 LET: Guðrún Brá og Ólafía Þórunn úr leik í Tékklandi
- júní. 25. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Hrafnkell Óskarsson – 25. júní 2022
- júní. 25. 2022 | 07:00 Íslandsmót golfklúbba 2022: GA Íslands- meistari í fl. 16 ára og yngri drengja
- júní. 24. 2022 | 22:00 LET: Guðrún Brá og Ólafía Þórunn báðar með á Czech Ladies Open
- júní. 24. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Kaname Yokoo —-– 24. júní 2022
- júní. 23. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Flory van Donck – 23. júní 2022
- júní. 23. 2022 | 00:10 LIV: Tilkynnt um leikmannahóp á 2. móti sádí-arabísku ofurgolfmótaraðarinnar – Brooks Koepka og Abraham Ancer meðal keppenda!
- júní. 22. 2022 | 22:00 Ragnhildur og Perla Sól úr leik á Opna breska áhugamannamótinu
- júní. 22. 2022 | 20:00 EM einstaklinga: Hlynur T-46 e. 1. dag
- júní. 22. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Kristinn J. Gíslason – 22. júní 2022
- júní. 22. 2022 | 10:00 Ragnhildur og Perla Sól keppa í 64 manna úrslitum á Opna breska áhugamannamótinu
- júní. 22. 2022 | 09:00 Brooks Koepka dregur sig úr Travelers
- júní. 21. 2022 | 20:00 GSÍ: Landslið Íslands valin fyrir EM í liðakeppni
- júní. 21. 2022 | 18:00 GSK: Drífið ykkur norður á Opna Fiskmarkaðsmótið!!!
- júní. 21. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Carly Booth –—— 21. júní 2022