Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 30. 2013 | 10:00

LET: Suwannapura sigraði á Hero Women´s India Open

Það var thaílenski kylfingurinn Thidapa Suwannapura sem sigraði á Hero Women´s India Open, sem fram fór á „Páfuglavellinum“ (golfvelli The Delhi Golf Club, Nýju Delhi á Indlandi).

Hún lék á samtals 8 undir pari, 208 höggum (66 74 68).

Í 2. sæti varð franski kylfingurinn Valentine Derrey, 3 höggum á eftir Thidöpu á samtals 5 undir pari, 211 höggum.

Þriðja sætinu deildu 2 kylfingar á samtals 4 undir pari hver þ.e.: enski kylfingurinn Hannah Burke og Saraporn Chanchoi frá Thaílandi.

Í 5. sæti voru síðan Solheim Cup stjarnan Charley Hull, áhugamaðurinn Gauri Monga og Beth Allen frá Bandaríkjunum.

Til þess að sjá lokastöðuna á Hero Women´s India Open í heild SMELLIÐ HÉR: