
Afmæliskylfingur dagsins: Lee Trevino ——— 1. desember 2013
Afmæliskylfingur dagsins er Lee Trevino, en hann fæddist 1. desember 1939, í Dallas, Texas og því 74 ára í dag.
Hann er oft uppnefndur „Supermex“ eða „The Merry Mex“ vegna mexíkansks uppruna síns, en móðir hans, Juanita, er mexíkönsk og Lee mikið átrúnaðargoð meðal mexíkanskra golfaðdáenda.
Lee gerðist atvinnumaður í golfi árið 1960 og hefir því spilað leikinn göfuga í 51 ár á atvinnumannsstigi og á þeim tíma sigrað alls 89 sinnum, þar af 29 sinnum á PGA, 29 sinnum á Champions Tour og 31 sinnum á öðrum mótaröðum.
Af helstu afrekum Lee mætti nefna að hann hefir í 6 skipti sigrað á risamótum golfsins, Opna bandaríska árin 1968 og 1971; Opna breska árin 1971 og 1972; PGA Championship, 1974 og 1984.
Eina risamótið, sem Lee tókst aldrei að sigra á, var Masters, en besti árangur hans í því móti var að verða T-10 árin 1975 og 1985.
Lee Trevino var tekinn í frægðarhöll kylfinga (World Golf Hall of Fame) árið 1981 og hefir unnið til fjölda verðlauna og viðurkenninga, líklega allra sem merkilegastar þykja innan golfheimsins, þ.á.m. var hann PGA kylfingur ársins 1971, vann Vardon Trophy 1970, 1971, 1972, 1974 og 1980; Byron Award, 1980 o.fl.
Lee spilar sem stendur á Champions Tour og starfar m.a. við gerð golfkennslumyndskeiða.
Heimild: Wikipedia
Aðrir frægir kylfingar eru: Lee Trevino, 1. desember 1939 (74 ára); Hunter Haas, 1. desember 1976 (37 ára); Matt Haines, 1. desember 1989 (24 ára); Whitney Hillier (áströlsk), f. 1. desember 1990 (23 ára) ….. og …..




Golf 1 óskar afmæliskylfingnum og öðrum kylfingum sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju með afmælið!
Ef þið viljið koma að afmælisgrein eða láta afmæliskylfings getið í upptalningu kylfinga, sem eiga afmæli hafið samband við golf1@golf1.is
- júní. 27. 2022 | 06:00 PGA: Schauffele sigurvegari Travelers
- júní. 26. 2022 | 23:30 Evróputúrinn: Haotong Li sigurvegari BMW International Open e. bráðabana v/Pieters
- júní. 26. 2022 | 23:00 KPMG PGA Women’s Championship: In Gee Chun sigraði!!!
- júní. 26. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Benedikt Árni Harðarsson – 26. júní 2022
- júní. 25. 2022 | 22:00 KPMG PGA Women’s Championship: In Gee Chun leiðir f. lokahringinn
- júní. 25. 2022 | 22:00 Evróputúrinn: Li Haotong leiðir f. lokahring BMW International
- júní. 25. 2022 | 21:00 Áskorendamótaröð Evrópu: Andri Þór og Guðmundur Ágúst náðu ekki niðurskurði á Blot Open de Bretagne
- júní. 25. 2022 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (26/2022)
- júní. 25. 2022 | 18:00 NGL: Aron Snær varð T-13 á UNICHEF meistaramótinu
- júní. 25. 2022 | 17:00 LET: Guðrún Brá og Ólafía Þórunn úr leik í Tékklandi
- júní. 25. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Hrafnkell Óskarsson – 25. júní 2022
- júní. 25. 2022 | 07:00 Íslandsmót golfklúbba 2022: GA Íslands- meistari í fl. 16 ára og yngri drengja
- júní. 24. 2022 | 22:00 LET: Guðrún Brá og Ólafía Þórunn báðar með á Czech Ladies Open
- júní. 24. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Kaname Yokoo —-– 24. júní 2022
- júní. 23. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Flory van Donck – 23. júní 2022