Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 2. 2013 | 11:15

Hvað er í pokanum hjá Charl Schwartzel?

Masters sigurvegarinn 2011 Charl Schwartzel, sigraði nú um helgina á Alfred Dunhill Championship, sem fram fór í heimalandi hans, Suður-Afríku nánar tiltekið á Leopard Creek golfvellinum í Malelane við Kruger þjóðgarðinn.

Líkt og alltaf leikur forvitni á að vita hvað sigurvegarar móta eru með í pokanum.  Eitt er a.m.k. víst að þeir hjá Nike eru ánægðir eftir þessa helgi því tveir sigurvegarar stærstu móta heims unnu með Nike kylfum og var Schwartzel annar þeirra.

Hér er myndskeið um það sem er í poka Schwartzel 2013 SMELLIÐ HÉR:  

Það má líka skoða hverja kylfu hjá Schwartzel myndrænt með því að SMELLA HÉR: