
Evróputúrinn: Stenson 3 sinnum kylfingur mánaðarins á sama árinu
Henrik Stenson heldur áfram að slá og nú jafna met, en hann hefir jafnað met um að vera valinn kylfingur mánaðarins þrívegis á sama árinu, en hann var valinn kylfingur nóvember mánaðar á Evróputúrnum eftir sigur sinn á DP World Tour Championship.
Fyrir vikið vann Stenson áritaðan disk og risaflösku af Moët & Chandon kampavíni, en hann er eins og segir aðeins 2. kylfingurinn í 29 ára sögu Evrópumótaraðarinnar til þess að vera valinn kylfingur mánaðarins 3 sinnum á sama ári.
Hinum kylfingnum sem þetta tókst fyrstum allra er Ian Woosnam árið 1987 eftir að hann hafði unnið 5 mót á árinu og þar að auki unnið heimsbikarinn ásamt David Llewellyn, fyrir Wales.
Stenson vann líka til verðlaunanna í ágúst og september og síðan þá varð hann T-7 í Turkish Airlines Open og sigraði síðan eftirminnileg á Earth golfvellinum á Jumeirah golfstaðnum í Dubaí með skori upp á 68-64-67-64 og vann DP World Tour Championship með því að jafna heildarskorsmetið upp á 25 undir pari, 263 högg og átti þ.a.l. 6 högg á þann sem næstur kom, Ian Poulter.
Stenson sem er 37 ára frá Gautaborg í Svíþjóð krýndi árið síðan með því að vinna peningalistana beggja vegna Atlantsála og hlaut þar að auki Harry Vardon Trophy.
Stenson sagði eftir að hann hafði verið útnefndur kylfingur mánaðarins í 3 sinn á árinu: “„Það er mjög ánægjulegt að vinna þessi verðlaun aftur. Ég verð að segja að það kemur mér á óvart að hafa unnið Victor vegna sigur hans í Tyrklandi, sem hann bakkaði upp með mjög góðum árangri í Dubai, en það er auðvitað ekki mitt að dæma. Ég er svo sannarlega ekki að kvarta.“
„Það er mjög heillandi að vinna þessi verðlaun í þriðja sinn og ég geri ráð fyrir að það að vinna þau í 3. sinn sýni bara enn einu sinni að þetta hefir verið draumaár fyrir mig.“
„Að vinna DP Word Tour Championship teins og ég gerði og vera efstur á peningalista Evrópumótaraðarinnar var mjög sérstakt, augljóslega, og að hafa verið gæinn sem vann The Race to Dubai og FedExCup á sama ári er nokkuð sem ég fæ e.t.v. aldrei tækifæri á að endurtaka, þannig að ég var ánægður að hafa gripið tækifærin þegar þau buðust.“
Það voru félagar í sambandi golffréttaritara sem og frá sjónvarpi og útvarpi sem völdu Stenson, og hældu Victor Dubuisson, sigurvegara Turkish Airlines Open styrktu af ráðuneyti ferðamála og menningar, og eins hlutu eftirfarandi kylfingar atkvæði: Morten Örum Madsen (South African Open Championship), og Charl Schwartzel (Alfred Dunhill Championship) sem og Luke Donald (Dunlop Phoenix, Japan), Ricardo Gonzalez (Abierto del Litoral, Argentina), Liang Wen-Chong (Resorts World Manila Masters) og Rory McIlroy (Emirates Australian Open). Eins hlutu Ian Poulter, sem varð í 2. sæti á Race to Dubai og Thomas Björn sem næstum sigraði á ISPS Handa World Cup of Golf viðurkenningar og lof.
- júlí. 4. 2022 | 22:00 GÖ: Ásgerður og Þórir Baldvin klúbbmeistarar 2022
- júlí. 4. 2022 | 20:00 Sigmar Arnar fór holu í höggi!
- júlí. 4. 2022 | 18:00 PGA: Poston sigraði á John Deere Classic
- júlí. 4. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Stefán Garðarsson – 4. júlí 2022
- júlí. 4. 2022 | 14:00 Haraldur og Kristjana eignuðust stúlku!
- júlí. 3. 2022 | 18:00 Evróputúrinn: Adrian Meronk skrifaði sig í golfsögubækurnar – fyrsti pólski sigurvegarinn á Evróputúrnum!!!
- júlí. 3. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Baldvin Örn Berndsen – 3. júlí 2022
- júlí. 3. 2022 | 15:00 GB: Hansína og Bjarki klúbbmeistarar 2022
- júlí. 3. 2022 | 13:00 LET: Guðrún Brá komst ekki g. niðurskurð á Amundi German Masters – Maja Stark sigraði
- júlí. 3. 2022 | 12:00 GVS: Heiður Björk og Helgi Runólfs klúbbmeistarar 2022
- júlí. 3. 2022 | 10:00 GSS: Una Karen sigraði á Kvennamótinu!
- júlí. 3. 2022 | 07:00 NGL: Andri Þór lauk keppni á PGA Championship Landeryd Masters
- júlí. 3. 2022 | 00:34 LIV: Branden Grace sigraði á 2. móti arabísku ofurgolfmótaraðarinnar á Pumpkin Ridge!
- júlí. 2. 2022 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (27/2022)
- júlí. 2. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Gunnar Þór Sigurjónsson – 2. júlí 2022