Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 2. 2013 | 18:00

Fyrirlestur Pierre Bechmann fv. formanns R&A á málþingi GSÍ (3/5)

Þann 22. nóvember s.l. hélt GSÍ málþing þar sem fyrsti formaður R&A frá meginlandinu, franski lögmaðurinn Pierre Bechmann hélt ítarlega, langa og góða ræðu um starfsemi R&A í 260 ár. Golf 1 hefir þegar birt hér fyrstu 2 af 5 hlutum ræðu hans og hér fer þriðji hluti ræðu hans, sem var býsna löng í flutningi eins og segir eða tæpar 50 mínútur og e.t.v. ekki allir sem hafa náð öllu sem Bechmann vildi koma á framfæri og því farin sú leið að birta ræðuna hans í lauslegri íslenskri þýðingu en hana má líka sjá á vef GSÍ golf.is

Pierre Bechmann á Íslandi, 22. nóvember 2013. Mynd: Golf 1

Pierre Bechmann á Íslandi, 22. nóvember 2013. Mynd: Golf 1

Hér fer 3. hluti af ræðu Bechmann:

Bechmann setur á nýja glæru:

RULES OF GOLF

Three main areas of work:

1 Interpreting the current code (Að túlka núgildandi regluverk)

2 Rules education (fræðsla um golfreglur)

3 Changes for future Codes (breytingar á (golfreglum) framtíðarinnar)

* All three areas are somewhat interlinked (allir þrír þættirnir tengjast)

Bechmann: Hvað reglurnar snertir þá erum við ekki bara að skrifa nýjar reglur með öðrum. Við erum að gera mikið af öðrum hlutum, eins og ég sagði eins og (Bechmann setur á nýja glæru)

INTERPRETING THE CURRENT CODE  (Að túlka núverandi regluverk)

* Responding to thousands of emails, phonecalls and letters (Að svara þúsundum tölvupósta, símhringinga og bréfa)

* Publishing Decisions to help with interpretation of Rules (Að birta úrskurði sem hjálpa til við túlkun reglna)

* 2014 Decisions Book  (Úrskurðarbókin 2014)

– Television evidence and „naked eye“ concept (Sönnunargögn í sjónvarpi – og „með berum augum“ hugtakið)

– Weather information on multi-functional device (Upplýsingar um veður og fjölnota tæki)  (21:34)

Bechmann: Við svörum spurningum kylfinga og golfsambanda, birtum úrskurði og erum í auknum mæli að taka þátt í túlkun reglna um hraða leiks.

Golfleikurinn þjáist vegna þess hversu langan tíma það tekur menn að spila golfhring og fólk er í auknum mæli að hætta í golfi eða byrjar ekki í golfi vegna þess að það tekur 5-6 tíma auk þess sem það er mun erfiðara að spila hægt golf en þegar spilað er á venjulegum hraða. Þannig að fjölda stofnana á borð við R&A, USGA og EGA eru að vinna hörðum höndum að því með kylfingum að fá þá til að skilja hvernig eiga að fara um völlinn og hvernig án þess að það komi niður á frammistöðunni, það sé hægt að spila mun betur.  Þetta er að því að ég held lykillinn að velfarnaði golfs í framtíðinni. Og á golfklúbbsstiginu er mjög mikilvægt að auka leikhraða.

Bechmann setur á nýja glæru:

RULES EDUCATION -TARS

Bechmann: Eitt af hlutverkum R&A er að halda semínör. TARS er stytting á Tours and Administrative, Referee, School sem haldið er á St. Andrews á hverju ári í mars, ég veit ekki hvort eitthvert ykkar hefir tekið þátt í þessu seminari, en það er mjög vinsælt, það er í 2-3 daga og það er tekið reglupróf í lokin. Og síðan er mikill dinner í lokin. Það er mjög vinsælt.

Bechmann setur á nýja glæru (myndir frá námskeiðinu).

Við höldum semínör um allan heim m.a. þau sem heita „Teach the teachers“, þar sem kennarinn er mjög reyndur dómari – við vorum með eitt slíkt námskeið í Thaílandi á síðasta ári – þar kenna reyndari dómarar óreyndari hvernig eigi að dæma.

Bechmann setur á enn aðra glæru með mynd af námskeiði og síðan þessa:

RULES EDUCATION – USE OF MODERN TECHNOLOGY

* Rules Apps

* Decision Book App & eBook

* R&A Website resources

* R&A Rules Academy  

 Bechmann: Við þróum nýja tækni og tæki. Ekki spyrja mig of margra spurninga út í það. Mér er sagt að þetta virki allt saman mjög vel. Það er hægt að standast prófið í gegnum tæknina (þ.e. í fjarpróftöku).  Það þarf bara að logga sig inn og taka stig 1 stig 2 stig 3 o.s.frv.

Nú komum við að mjög áhugaverðu stigi. Bechmann setur á nýja glæru:

THE RULES BEYOND 2016?

* Are the Rules too complex? (Eru reglurnar of flóknar)

* Fundamental review under consideration (Grundvallarendurskoðun til athugunar)

* Radical Overhaul of Rules and Decisions being contemplated ((Verið að íhuga róttæka yfirhalningu á reglum og úrskurðum)

* Any new code would be consistent with the games longstanding principles and traditions (Sérhvert nýtt regluverk myndi vera í samræmi við gamalgrónar meginreglur og hefðir)

Bechmann: Þá er komið að reglunum 34, þúsundum úrskurða og 100 bls. bara af INDEX – þetta er að verða flóknara. Það er mjög erfitt að þýða reglurnar á svo mörg ólík tungumál. Við erum að athuga hvort ekki sé hægt að endurskrifa reglurnar algerlega – gera þær einfaldar – það er draumur hverrar kynslóðar. Það er hópur að vinna í þessu.

Bechmann setur á nýja glæru af Tiger á 15. braut á Masters-mótinu þar sem hann tók „ólöglega droppið.“ Á glærunni stendur:

„The drop heard round the world“

Bechmann: (bendir á myndina og segir) ég veit ekki hvort þið sáuð Masters þegar Tiger sló í vatnið á 15. og boltinn fór í pinnan og tilbaka til vinstri og hann ákvað að fara aftur og taka víti, sem mörgum fannst ólöglegt. Það var gert mikið veður út af þessu, hann fékk 2 högg í víti en var þá búinn að skila inn skorkorti sínu með röngu skori.  Í þessu tilviki reyndi á 3 mismunandi reglur: hann hefði á að droppa skv. reglu 26-1-a að droppa frá næsta stað við þann, þaðan sem hann lék. Þar sem hann gerði það ekki braut hann aðra reglu þ.e. 20-7, þar sem hann lék bolta sínum af röngum stað og skv. því hefði hann átt að fá 2 högga víti skv. reglu 26-1-a. Þar sem hann var búinn að skila inn skorkortinu sínu og við fréttum ekki af brotinu fyrr en kl. 10 um kvöldið og hann viðurkenndi að hafa tekið tvö skref aftur því hann vildi ekki þurfa að slá sömu vegalengd aftur, e.t.v. hræddur um að slá í pinnann aftur, svo nákvæmur sem hann er, þá ákvað (móta) nefndin sem var stressandi á þeim tíma, því hún hafði íhugað droppið á þeim tíma sem það var tekið að endurskoða droppið því það hafði verið hringt inn og bent á reglubrot. Mótanefndin hafði talið droppið í lagið að gefnu sjónarhorni tökuvélarinnar og að hallinn var niður í móti og þ.a.l. í lagi að droppa aðeins aftar en torfusnepillinn lá, til þess að boltinn færi ekki framar. Þannig að nefndin ákvað að tala ekki við Tiger áður en hann hélt áfram leik, sem hún hefði getað gert. Í ljósi þess að nefndin hafði íhugað droppið og ákveðið að gera ekkert í því þá átti regla nr. 33-7 við, sem gefur nefndinni í einstaklingsbundum, undantekningartilvikum heimild til að falla frá að víkja leikmanni úr móti. Þetta er regla sem í grundvallaratriðum er ætlað að varna því að leikmanni sé vísað úr móti, sem afleiðingu mistaka af nefninni. En nefndin gerði mistök aðeins hvað snertir síðari yfirlýsingu Tiger við fjölmiðla. En hvað um það, þetta er heldur óskemmtilegt fyrir mótshaldara, þó þetta sé frábært fyrir fjölmiðla.

Bechmann setur á nýja glæru:

FULL REVIEW OF RULES 

The rules are:

* Too complex

* contain many „traps“

* legalistic

Project group:  USGA, R&A and Tours

Bechmann: Það er vakning fyrir því að reglurnar eru að verða flóknari. Margir þekkja reglurnar alls ekki. Það er reyndar skrítið að jafnvel sumir atvinnumenn þekkja mjög lítið til þeirra. Og það er erfitt að þýða þær. Þannig að það er verkefnahópur að vinna að einföldun þeirra.

Bechmann setur á nýja glæru: 

FULL REVIEW OF RULES  (Alger endurskoðun reglna)

Basic concept is simple….  (Grundvallaratriðin eru einföld….)

„Play the ball as it lies….      „Spilið boltanum þar sem hann liggur…..

play the course as you find it….. and   spilið völlinn í því ástandi sem hann er í ….. og

if you can´t do either, do what is fair.  ef þið getið gert hvorugt, gerið það sem er réttlátt.

i.e. „Use your common sense!!!“    þ.e.a.s. „Notið almennt skilningsvit“

Það er mjög, mjög áhugavert ef okkur tekst það og Bechmann setur á enn aðra glæru:

FULL REVIEW OF RULES  (Alger endurskoðun reglna)

* Objective

Through a comprehensive review to to revise the rules of golf so they are:

* Easily understood and applied by all golfers

* Simple, cohesive, modern and universal

* Consistent with the longstanding principles

Bechmann (með vísun til ofangreindrar glæru):  þannig að þetta eru markmiðin.  Við höfum nú talað um stöðu áhugamanna, reglur, nú skulum við víkja að útbúnaðarstöðlum. Bechmann setur á nýja glæru:

EQUIPMENT STANDARDS  (Stöðlun útbúnaðar)

The Role of the Committee  (Hlutverk nefndarinnar)

* Preserve traditional challenges  (Að viðhalda hefðbundnum áskorunum)

* Ensure skill remains the dominant element of success (Að hæfileikar séu enn ríkjandi þáttur í árangri)

* Allow some scope for innovation  (Að veita svigrúm fyrir nýjungar)

Aftur þetta er mjög, mjög erfitt viðfangsefni. Vegna þess að við sitjum öll í hægindastólum okkar og segjum: „Boltinn fer of langt.“ Af hverju gera þeir ekkert í því?  Það er of auðvelt að spila með fleygjárnunum. Búið er að taka hæfileikana úr golfinu. Af hverju gera þeir ekkert í því? Það er hægt að slá of langt með dræverum dagsins í dag. Þeir gera ekkert í því. Og á hinum endanum eru golfútbúnaðarframleiðendur með lögmönnum sínum, læknum – allir að bíða eftir minnstu mistökum til þess að geta farið í mál.