Valdís Þóra Jónsdóttir, GL og Texas State. Photo: Valdís Þóra
Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 5. 2013 | 16:00

Valdís Þóra á 5 yfir pari og í 14. sæti eftir 1. dag í Marokkó

Íslandsmeistarinn okkar í höggleik 2012, Valdís Þóra Jónsdóttir, GL er í baráttunni um sæti í lokaúrtökumót fyrir Evrópumótaröð kvenna.

Hún fresitar þess að verða 2. kvenkylfingurinn til þess að spila á Evrópumótaröð kvenna – LET (Ladies European Tour) – en eini íslenski kylfingurinn, sem spilað hefir á LET hingað til er Ólöf María Jónsdóttir, GK.

Eftir 9 holu leik var Valdís Þóra á 2 yfir pari, 38 höggum;  fékk 2 fugla og 4 skolla.  Á seinni 9 gekk ekki eins vel en þá fékk Valdís Þóra skramba á par-4 11. holuna og þar að auki skolla á 16. holuna og tókst ekki að taka neitt tilbaka.

Eftir 1. dag er Valdís Þóra í 14. sæti og nú er bara að halda þessu áfram svona en efstu 20 komast áfram á lokaúrtökumótið.

Til þess að sjá stöðuna eftir 1. dag Lalla Aicha úrtökumótsins fyrir LET SMELLIÐ HÉR: