
Sergio Garcia efstur eftir 1. hring Nedbank Golf Challenge
Það er spænski kylfingurinn Sergio Garcia sem er efstur eftir 1. hring Nedbank Golf Challenge, sem tókst að ljúka nú í morgun.
Garcia lék á 6 undir pari, 66 höggum.
Öðru sætinu deila 3 kylfingar: Jamie Donaldson, Thomas Björn og Gonzalo Fdez-Castaño. Þeir eru allir aðeins 1 höggi á eftir á 5 undir pari, 67 höggum, hver.
Í fimmta sætinu eru Luke Donald og Charl Schwartzel, báðir á 68 höggum. „Það var erfitt að einbeita sér eftir tafirnar á fimmtudeginum,“ sagði Schwartzel m.a. eftir hringinn.
Í 7. sæti á 3 undir pari, 69 höggum eru verðandi fyrirliði Asíu-liðsins í EvrAsíu Cup, Thongchai Jaidee og nr. 3 á heimslistanum Henrik Stenson.
Leikur hinna 30 stórstjarna golfsins, sem þátt taka í mótinu hófst að nýju eftir mínútu þögn og minningarræðu Ernie Els um forseta Suður-Afríku, Nelson Mandela, sem lést í gær (ræða Els um Mandela er birt að hluta hér á Golf 1).
Greinilegt var að Ernie Els a.m.k. hefir ekki náð að einbeita sér nóg því hann lauk 1. hring á 3 yfir pari, 75 höggum.
Leikur á 2. hring Nedbank Golf Challenge er þegar hafinn og má fylgjast með á skortöflu með því að SMELLA HÉR:
- júní. 30. 2022 | 14:00 Áskorendamótaröð Evrópu: Guðmundur Ágúst lék á +2 á Italian Challenge Open á 1. degi
- júní. 29. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Egill Ragnar Gunnarsson – 29. júní 2022
- júní. 28. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Freyja Benediktsdóttir – 28. júní 2022
- júní. 28. 2022 | 12:00 GK: Þórdís Geirs fékk ás í Bergvíkinni!!!
- júní. 27. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: David Leadbetter – 27. júní 2022
- júní. 27. 2022 | 06:00 PGA: Schauffele sigurvegari Travelers
- júní. 26. 2022 | 23:30 Evróputúrinn: Haotong Li sigurvegari BMW International Open e. bráðabana v/Pieters
- júní. 26. 2022 | 23:00 KPMG PGA Women’s Championship: In Gee Chun sigraði!!!
- júní. 26. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Benedikt Árni Harðarsson – 26. júní 2022
- júní. 25. 2022 | 22:00 KPMG PGA Women’s Championship: In Gee Chun leiðir f. lokahringinn
- júní. 25. 2022 | 22:00 Evróputúrinn: Li Haotong leiðir f. lokahring BMW International
- júní. 25. 2022 | 21:00 Áskorendamótaröð Evrópu: Andri Þór og Guðmundur Ágúst náðu ekki niðurskurði á Blot Open de Bretagne
- júní. 25. 2022 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (26/2022)
- júní. 25. 2022 | 18:00 NGL: Aron Snær varð T-13 á UNICHEF meistaramótinu
- júní. 25. 2022 | 17:00 LET: Guðrún Brá og Ólafía Þórunn úr leik í Tékklandi