Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 6. 2013 | 10:30

Sergio Garcia efstur eftir 1. hring Nedbank Golf Challenge

Það er spænski kylfingurinn Sergio Garcia sem er efstur eftir 1. hring Nedbank Golf Challenge, sem tókst að ljúka nú í morgun.

Garcia lék á 6 undir pari, 66 höggum.

Öðru sætinu deila 3 kylfingar: Jamie Donaldson, Thomas Björn og Gonzalo Fdez-Castaño.  Þeir eru allir aðeins 1 höggi á eftir á 5 undir pari, 67 höggum, hver.

Í fimmta sætinu eru Luke Donald og Charl Schwartzel, báðir á 68 höggum.  „Það var erfitt að einbeita sér eftir tafirnar á fimmtudeginum,“ sagði Schwartzel m.a. eftir hringinn.

Í 7. sæti á 3 undir pari, 69 höggum eru verðandi fyrirliði Asíu-liðsins í EvrAsíu Cup, Thongchai Jaidee og nr. 3 á heimslistanum Henrik Stenson.

Leikur hinna 30 stórstjarna golfsins, sem þátt taka í mótinu hófst að nýju eftir mínútu þögn og minningarræðu Ernie Els um forseta Suður-Afríku, Nelson Mandela, sem lést í gær (ræða Els um Mandela er birt að hluta hér á Golf 1).

Greinilegt var að Ernie Els a.m.k. hefir ekki náð að einbeita sér nóg því hann lauk 1. hring á 3 yfir pari, 75 höggum.

Leikur á 2. hring Nedbank Golf Challenge er þegar hafinn og má fylgjast með á skortöflu með því að SMELLA HÉR: