Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 6. 2013 | 10:45

Stacy Lewis efst eftir 2. dag í Dubai

Nr. 3 á Rolex-heimslistanum, Stacy Lewis leiðir í hálfleik á Omega Dubai Ladies Masters sem hófst á fimmtudaginn á Emirates golfvellinum í Dubai.

Lewis er samtals búin að spila á 9 undir pari, 135 höggum (70 65).

Í 2. sæti aðeins 1 höggi á eftir er sænski kylfingurinn Pernilla Lindberg á samtals 8 undir pari, 136 höggum (67 69) og í 3. sæti er spænski kylfingurinn Carlota Ciganda enn öðru höggi á eftir á 7 undir pari, 137 höggum (67 70).

Nokkrar náðu ekki niðurskurði en þeirra á meðal eru: Danielle Montgomery (sem var m.a. þekkt fyrir að láta taka mynd af sér í baðkeri fullu af golfboltum, sem er fræg endurgerð myndar sem Jan Stephenson gerði fræga á sínum tíma) og svissneski kylfingurinn Anaïs Magetti.

Leikur á 3. hring Omega Dubai Desert Classic er þegar hafið og má fylgjast með, með því að SMELLA HÉR: 

Jan Stephenson í „golfkúlubaðinu" fræga.

Jan Stephenson í „golfkúlubaðinu“ fræga.

Danielle Montgomerie

Danielle Montgomerie