Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 6. 2013 | 11:30

PGA: Zach Johnson efstur eftir 1. hring World Challenge

Það er fyrrum Masters sigurvegarinn Zach Johnson sem leiðir á móti Tiger, World Challenge, sem hófst í gær í Sherwood CC í Thousand Oaks í Kaliforníu.   Það eru aðeins 18 keppendur í World Challenge mótinu

Zach lék á 5 undir pari, 67 höggum; fékk 7 fugla og 2 skolla.

Í 2. sæti er Matt Kuchar,  höggi á eftir og í 3. sæti  eru Hunter Mahan og Bubba Watson, báðir á 2 undir pari, 70 höggum.

Gestgjafinn, Tiger, kemur þar á eftir í 5. sæti  á 1 undir pari, 71 höggi og í 6. sæti á sléttu pari, 72 höggum  eru 2 kylfingar: Graeme McDowell og Jim Furyk.

Í 8. sæti eru síðan Rory McIlroy, Bill Haas og Webb Simpson allir á 1 yfir pari, 73 höggum.

Til þess að sjá stöðuna eftir 1. dag á World Challenge SMELLIÐ HÉR: 

Til þess að sjá hápunkta 1. dags á World Challenge SMELLIÐ HÉR: 

Til þess að sjá högg 1. dags á World Challenge sem Matt Kuchar átti SMELLIÐ HÉR: