Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 6. 2013 | 11:00

Evróputúrinn: Jbe Kruger efstur á Hong Kong Open eftir 2. dag – Guan og Daly náðu ekki niðurskurði

Jbe Kruger frá Suður-Afríku er efstur á öðru móti Evrópumótaraðarinnar þessa vikuna, Hong Kong Open. Kruger er búinn að spila á samtals 7 undir pari, 133 höggum (67 66).

Í 2. sæti er Stuart Manley frá Wales, höggi á eftir á samtals 6 undir pari, 134 höggum (67 67) og í 3. sæti eru Shiv Kapur frá Indlandi og Alex Cejka frá Þýskalandi, báðir á 5 undir pari, 135 höggum; Kapur (69 66) og Cejka (68 67).

John Daly og 15 ára kínverski undradrengurinn Guan Tianlang komust ekki í gegnum niðurskurð, en báðir voru þeir í sama ráshóp og báðir enduðu í 106. sæti í mótinu ásamt öðrum á 6 yfir pari, hvor.

Sá þriðji í ráshóp Guan og Daly, Daninn Thorbjörn Olesen flaug hins vegar í gegnum niðurskurð; hann var á samtals sléttu pari, 140 höggum (69 71) og T-49….. og spilar því um helgina.

Mótið er gríðarlega sterkt og margir góðir kylfingar sem þátt taka.

Til þess að sjá stöðuna eftir 2. dag Hong Kong Open SMELLIÐ HÉR: