Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 6. 2013 | 21:45

Evróputúrinn: Donaldson efstur eftir 2. dag í Suður-Afríku

Það er Jamie Donaldson, sem tekið hefir forystuna á Nedbank Golf Challenge á 2. degi mótsins.

Donaldson fékk 1 höggs víti í morgun þegar verið var að ljúka við 1. hring og það leiddi til þess að Sergio Garcia leiddi eftir 1. dag.

En hringur upp á 66 högg sá Donaldson taka forystuna á ný, meðan Sergio Garcia rann niður skortöfluna eftir hring upp á 73 högg.

Donaldson er búinn að spila á samtals 11 undir pari, 133 höggum (67 66); í 2. sæti eftir 2. dag eru Bandaríkjamaðurinn Ryan Moore og nr. 1 í Evrópu, Henrik Stenson á samtals 8 undir pari, 136 höggum, hvor, 3 höggum á eftir Donaldson.

Fjórða sætinu deila síðan og Martin Kaymer á samtals 7 undir pari, 137 höggum, hvor.

Til þess að sjá stöðuna eftir 2. dag Nedbank Golf Challenge  SMELLA HÉR: