Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 7. 2013 | 07:00

Nýju strákarnir á Evróputúrnum 2014: Kevin Phelan (11/27)

Kevin Phelan er síðasti strákurinn í 17.-21. sæti á lokaúrtökumóti Q-school Evrópumótaraðarinnar, sem fram fór í Girona á Spáni, 10.-15. nóvember 2013, sem kynntur verður hér, því hinir 4 strákarnir sem deildu því sæti hafa allir verið kynntir til sögunnar.

Það eru: Andreas Hartö, Daníel Brooks, Thomas Pieters og Lucas Bjerregaard.

Kevin Phelan

Lokaskor Phelan var eins og hinna samtals 10 undir pari, 418 högg (73 67 68 71 70 69) og hlaut hann € 2.440,-

Phelan var eini Írinn sem náði inn á Evrópumótaröðina að þessu sinni og einn af aðeins 6 sem spilaði sig í gegnum öll 3 stig undanúrtökumótanna, til þess að komast þangað.

Kevin Phelan er fæddur 8. nóvember 1990, í New York, Bandaríkjunum og því nýorðinn 23 ára.  Hann er úr mikilli íþróttafjölskyldu en pabbi hans var atvinnumaður í Squash og bróðir hans spilar í háskólagolfinu.

Phelan er írskur en býr í Jacksonville, í Flórída. Heima á Írlandi er klúbburinn, sem hann er í gullfallegi golfklúbburinn Waterford Castle.  Phelan er 1,76 m að hæð og 69 kíló. Hann gerðist atvinnumaður í ár, 2013.  Þetta var í fyrsta og eina skiptið sem Kevin Phelan hefir reynt að komast inn á Evróputúrinn og tókst það í 1. atrennu, þar sem hann tók 17. kortið sem í boði var.  Sem stendur er Phelan nr. 1010 á heimslistanum.

Phelan spilaði í Opna bandaríska risamótinu í ár og komst í gegnum niðurskurðinn í Merion golfklúbbnum. Síðar um árið spilaði hann í Walker Cup og náði 2 af 3 stigum.  Fyrsta mótið sem Phelan spilaði í sem atvinnumaður var KLM Open nú í september og aftur náði hann niðurskurði.

Sem strákur leit Phelan upp til Pádraig Harrington og sá er óspar á ráðin nú þegar Phelan er orðin atvinnumaður í golfi og þar að auki farinn að spila á Evrópumótaröðinni.

En það eru fleiri sem eru vinir og ráðgjafar Phelan en það eru samlandar hans Rory McIlroy og Graeme McDowell.  Phelan hefir frá 13 ára aldri búið í Flórída og því spila hann og Rory oft saman í Bears Club.  Þannig sagði Rory eftir að ljóst var að Phelan hefði náði korti sínu á Evrópumótaröðina: „Ég er ánægður með að Kevin fékk kortið sitt á Evrópumótaröðina og það er bara frábært að hann verður hérna á túrnum. Ég hef spilað mikið með honum upp á síðkastið í Bear´s Club. Hann stóð sig vel í Walker Cup og við sáum hvað hann gerði í Opna bandaríska í ár þar sem hann náði niðurskurði. Besta ráð mitt til hans er að hann fari bara út þarna og spili. Ég var aldrei mikið fyrir að fá ráð. Maður verður bara að átta sig á hlutunum sjálfur og sjá hvað virkar best fyrir mann. Kevin spilar allt öðru vísi en ég hann er svona svolítið eins og Edoardo Molinari – Hann er ekkert sérlega langur, en hann er beint á miðri braut og stutta spilið hjá honum er mjög gott.“

Graeme McDowell tók í sama streng þegar hann frétti að Kevin Phelan væri kominn inn á Evrópumótaröðina og sagði m.a.: „Þetta er brillíant að Kevin fékk kortið sitt bara brillíant.

Kevin Phelan to join Shane Lowry for an Irish Open practice round. (Photo - www.golffile.ie)

Kevin Phelan