Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 7. 2013 | 07:30

PGA: Tiger á 62 og efstur í Kaliforníu

Tiger Woods hefir 2 högga f0rystu á forystumann 1. dags, Zach Johnson, eftir frábæran 2. hring á Northwestern Mutual World Challenge móti sínu í Sherwood CC, í Thousand Oaks, Kaliforníu.

Tiger er samtals búinn að spila á 11 undir pari, 133 höggum (71 62) og er 9 högga sveifla hjá honum milli hringja.

Með 62 höggum sínum, þar sem Tiger missti hvergi högg en var með 10 fugla, jafnaði hann vallarmetið  á golfvelli Sherwood CC. Skyldi 6. sigur hans á árinu vera í uppsiglingu?

Zach Johnson er eins og segir 2 höggum á eftir á samtals 9 undir pari, 135 höggum (67 68).

Í 3. sæti er síðan Matt Kuchar á samtals 8 undir pari, 136 höggum (68 68); í fjórða sæti er Graeme McDowell og í því 5., Bubba Watson.

Alls eru 18 keppendur í mótinu og sjá má heildarstöðuna eftir 2. dag með því að SMELLA HÉR: 

Til þess að sjá hápunkta 2. dags á World Challenge SMELLIÐ HÉR: 

Til þess að sjá högg 2. dags á World Challenge, sem Bubba Watson átti  SMELLIÐ HÉR: