Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 6. 2013 | 14:00

Lindsey ekki á World Challenge

Lindsey Vonn, kærasta Tiger, er ekkert með honum á Northwestern Mutual World Challenge mótinu sem hófst í gær, en á þessu móti keppa 18 bestu kylfingar heims milli sín.

Tiger er  gestgjafi mótsins, en Lindsey er fjarri góðu gamni.

Hún hefir verið við skíðaæfingar í heimabæ sínum Vail í Colorado og á heimasíðu sína skrifaði hún að í gær hefði hún aðeins verið að hvíla sig heima.

Í dag ætlar skíðadrottningin hins vegar að keppa í Lake Louise, í Banff, Alberta í Kanada í fyrsta sinn á World Cup eftir slys sitt í Schladming, Austurríki.  Hún er því víðsfjarri Kaliforníusólinni þar sem Tiger er.

Ja, þau eru heldur betur alþjóðleg Lindsey á World Cup og Tiger á World Challenge.