Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 7. 2013 | 07:45

LET: Stacy Lewis enn efst í Dubai

Það er nr. 3 á Rolex-heimslistanum, Stacy Lewis, sem er í forystu eftir 3. dag Omega Dubai Ladies Masters, sem fram fer á Emirates golfvellinum í Dubaí.

Stacy Lewis er búin að leika á samtals 11 undir pari, 205 höggum (70 65 70).

Í 2. sæti er thaílenski kylfingurinn Pornanong Phatlum, á samtals 9 undir pari, 207 höggum (68 70 69).

Þrjár deila síðan 3. sætinu: Vikki Laing, Diana Luna og Carlota Ciganda allar á samtals 6 undir pari, 210 höggum, hver.

Til þess að fylgjast með stöðunni á Omega Dubai Ladies Masters SMELLIÐ HÉR: