Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 14. 2013 | 07:00

GSG: Skötuveisla hefst kl. 11:30 í dag!

Árlegt skötumót GSG fer fram í dag, laugardaginn 14. desember 2013. Ekki er nauðsynlegt að mæta með kylfur, því aðalega verður notast við borðbúnað (fer eftir veðri). Mótið stendur yfir frá kl 11:30 – 13:30. Innifalið í þátttökugjaldi er skata og saltfiskur Allir velkomnir  Ath, skráning á golf.is og gsggolf@gsggolf.is Þátttökugjald 2.500,- k.r á mann.

Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 14. 2013 | 04:30

Sergio Garcia með ás og ljósku á pokanum í Thaílandi – myndskeið

Sergio Garcia sökkti töfraási eftir framúrskarandi hring á Thailand Golf Championship á Amata golfvellinum, í Chonburi á Thaílandi í gær, föstudaginn 13. desember 2013.  Garcia náði draumahögginu á par-3 8. holunni í  Amata Spring Country Club og kláraði hringinn á glæsilegum 7 undir pari, 65 höggum og er samtals á 11 undir pari, 133 höggum (68 65) í hálfleik og efstur ásamt Justin Rose.  Garcia hélt því fram við fréttamenn að hann hafi alltaf vitað að boltinn ætti möguleika á að detta þó að mið hans hafi verið langt til hægri.  Sjá má glæsilegt draumahögg Garcia í hápunktum 2. hrings Thaíland Golf Championship (1:28 mín) með því að SMELLA HÉR:  Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 14. 2013 | 04:00

Hálfbróðir Tiger handtekinn vegna gríns

Hálfbróðir Tiger Woods var handtekinn eftir að hann hringdi inn hótun um að hann myndi sprengja upp skrifstofubyggingu þá sem hann vinnur í , í Phoenix, Arizona. Earl Dennison Woods Jr., sem er annar af tveimur hálfbræðrum Tiger og pabbi Cheyenne Woods, var með sprengjuhótun gegn Arizona Department of Economic Security s.l. fimmtudagsmorgun.  Hinn 58 ára Earl viðurkenndi að það hefði verið hann sem hringdi en sagðist hafa gert það í gríni. Byggingin var rýmd og leit framkvæmd en engin sprengiefni fundust.  Skv.  The Arizona Republic  hringdi Earl Woods stuttu fyrir  8.30am að staðartíma og sagðist myndi sprengja upp bygginguna. Hann gaf sig síðan fram eftir að í ljós kom hversu alvarlega Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 13. 2013 | 23:00

Afmæliskylfingar dagsins: Finnbogi Steingrímsson og Rickie Fowler – 13. desember 2013

Afmæliskylfingar dagsins eru tveir annars vegar Finnbogi Steingrímsson og hins vegar Rickie Fowler. Finnbogi er fæddur 13. desember 2001 og á því 12 ára afmæli í dag.  Hann er afrekskylfingur í GKJ, sonur hjónanna Steingríms Walterssonar og Elínar Rós Finnbogadóttur. Rickie Fowler er fæddur 13. desember 1988 í Murrieta, Kaliforníu og því 25 stórafmæliára í dag. Fowler spilar á bandaríska PGA og vann einmitt sinn fyrsta sigur á mótaröðinni, 6. maí 2012, þegar hann sigraði þá DA Points og Rory McIlroy í umspili á Wells Fargo Championship. Annars er Fowler frægur fyrir að vera í Golf Boys bandinu, sem átti gríðarlega vinsælt lag Oh, Oh, Oh, sem hlusta má á með því að SMELLA Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 13. 2013 | 13:30

GKB: Jóhann endurkjörinn formaður

Aðalfundur Golfklúbbs Kiðjabergs var haldinn miðvikudaginn 11. desember. Á fundinn mættu 43 félagsmenn þar sem Jóhann Friðbjörnsson, formaður, flutti skýrslu stjórnar. Jenetta Bárðardóttir fór yfir reikninga klúbbsins og kom fram í máli hennar að hagnaður af rekstri klúbbsins var 856 þúsund krónur fyrir afskriftir og fjármagnsliði, en tap að frádregnum þeim liðum upp á 3,3 milljónir króna. Reikningar og skýrsla stjórnar voru samþykktar samhljóða á fundinum. Fram kom í skýrslu stjórnar að um 2.000 færri hringir voru sráðir inn á www.golf.is en árið 2012. Má þar eingöngu kenna um slæmu veðurfari, sem var á suðvestur horni landsins mest allt sumarið. Stjórnin lagði fram tillögu um að 5.000 króna gjald yrði Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 13. 2013 | 13:00

Rose og Garcia leiða í Thaílandi

Þessa dagana 12.-15. desember fer fram á par-72, 7.488 yarda Amata Spring CC golfvellinum, í Thaílandi, Thaíland Golf Championship, en mótið er hluti af Asíutúrnum. Í hálfleik, þ.e. eftir 2 leikna hringi eru það meistari Opna bandaríska, Justin Rose (65 68) og Sergio Garcia (68 65)  sem leiða á samtals 133 höggum hvor. Til þess að sjá viðtal við forystumann eftir 2. dag Justin Rose SMELLIÐ HÉR:  Þriðja sætinu deila 3 kylfingar, sem eru 2 höggum á eftir forystumönnunum á samtals 135 höggum hver:  Alex CEJKA ( 64 71);  Anirban LAHIRI ( 71 64), Alexander LEVY ( 70 65). Í 6. sæti er síðan Rickie Fowler á samtals 136 höggum (70 66) og  sjöunda sætinu Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 13. 2013 | 10:45

Moe Norman – Kylfingurinn með beinu höggin (1/8)

Golf 1 hefir nú að undarförnu hafið kynningar á nokkrum af 2000 golfvöllum í Kanada, í tilefni þess að Icealandair hafa bætt við tveimur áfangastöðum til Kanada og íslenskum kylfingum veitist því einstakt tækifæri að spila hina fjölmörgu frábæru golfvelli í kringum Edmonton og Vancouver. Hér verða rifjaðar upp greinar Golf 1 (sem áður hafa birtst 2011) um einn frægasta son Kanada, golflega séð: Kanadíski kylfingurinn Murray Irwin Norman alltaf kallaður Moe var e.t.v. einn besti kylfingur heims á sínum tíma í að slá bein högg, en hann var líka vanmetinn og illa liðinn af sumum vegna sjálfumgleði og sérviskulegrar framkomu sinnar. Vegna þess hversu bein högg Moe voru var Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 13. 2013 | 10:30

Nelson Mandela Championship í beinni

Nú í dag verður Nelson Mandela Championship fram haldið, en mótið hófst á miðvikudeginum og átti að ljúka á morgun, en var frestað vegna úrhellisrigningar og óspilanlegs vallar í kjölfarið.  Mótið fer því fram 11.-14. desember í Mount Edgecombe CC í Durban, KwaZulu Natal, Suður-Afríku. Ekki tókst að ljúka 1. hring á miðvikudag en það tókst í morgun og þegar er tekið til við að spila 2. hring. Mótið hefir verið stytt í 54 holu keppni. Eftir 1. dag mótsins leiðir enski nýliðinn Daníel Brooks á 8 undir pari, 62 höggum. Sjá má kynningu Golf 1 á Brooks með því að SMELLA HÉR:  Til þess að sjá Nelson Mandela Championship Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 13. 2013 | 10:00

Hörður Þorsteinsson: „792 golfholur á Íslandi“ (1/3)

Hörður Þorsteinsson, framkvæmdastjóri GSÍ hélt frábæran fyrirlestur á málþingi sem GSÍ stóð fyrir föstudaginn 22. nóvember 2012.  Hann bar yfirskriftina: „Golfvellir í hvert sveitarfélag.“ Hér er gripið niður í fyrirlestur Harðar: „Ég ætla að fara í nokkrar tölur um golf á Íslandi. Og ég segi golf í hvert sveitarfélag. Við erum náttúrulega með 65 golfvelli hringinn í kringum landið. Dreifing á golfvöllum á Íslandi er mjög athyglisverð miðað við víða.  Það er ekki langt á milli valla. Við erum með 65 velli; 49 9-holu velli og 18 18-holu velli og 1 27-holu völl. Þannig að það er gríðarlega mikill fjöldi golfvalla á Íslandi og 792 golfholur. (Af glæru) Á Íslandi Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 13. 2013 | 06:00

GÖ: Guðmundur endurkjörinn formaður – 2,9 milljóna hagnaður

Aðalfundur GÖ var haldinn í Skipholti 70 þriðjudaginn 10. desember 2013.  Nýendurkjörinn formaður Guðmundur E. Hallsteinsson sendi frá sér eftirfarandi fundargerð: „Í stjórn voru kosnir: Formaður Guðmundur E. Hallsteinsson, aðrir stjórnarmenn eru Knútur Kristinsson, Guðjón Snæbjörnsson, Guðlaug Þorgeirsdóttir og Ragnar Guðmundsson. Varastjórn: Þórir Björgvinsson og Hannes Björnsson. Endurskoðendur: Stefán Gunnarsson og Þröstur Eggertsson. Árgjöld klúbbsins voru ákveðin og verða árið 2014: Einstaklingar kr. 56.500, hjónagjald kr.85.000, unglingar greiða kr. 18.000, námsmenn í fullu námi kr. 28.250, öldungar og öryrkjar greiða hálft gjald.   Rekstur golfklúbbsins gekk vel þrátt fyrir votviðrasamt golfsumar. Hagnaður af rekstrinum var kr. 2.916.758. Þess skal getið að golfklúbburinn verður 40 ára á næsta ári. Þeirra tímamóta verður fagnað með Lesa meira