Afmæliskylfingur dagsins: Benedikt Sveinsson – 12. desember 2013
Afmæliskylfingur dagsins er Benedikt Sveinsson. Benedikt er fæddur 12. desember 1994 og því 19 ára í dag. Benedikt er afrekskylfingur í Golfklúbbnum Keili í Hafnarfirði. Hann spilaði á Eimskipsmótaröðinni sl. sumar með góðum árangri. Nú á nýafstöðnum aðalfundi Golfklúbbsins Keilis hlaut Benedikt m.a. viðurkenningu fyrir að verða bikarmeistari Keilis 2013. Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska honum til hamingju með afmælið hér að neðan: Benedikt Sveinsson (19 ára – Innilega til hamingju með afmælið!!!) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Shirley Englehorn, 12. desember 1940 (73 ára); Philip Parkin, 12. desember 1961 (52 ára); Deane Pappas, 12. desember 1967 (46 ára); Ryuichi Oda, 12. desember 1976 Lesa meira
Bátseigandinn Karrie Webb
Ástralska golfdrottningin Karrie Webb er e.t.v. einhver vanmetnasti kylfingur samtímans. A.m.k. er sjaldnast fjallað um hana í golffjölmiðlum og afrek hennar metin svo sem skyldi. Karrie verður 39 ára eftir 9 daga en hún er enn að og enn að sigra mót, hvort heldur er á LPGA eða Evrópumótaröð kvenna. Karrie hefir alls sigrað í 39 mótum á ferli sínum og situr í 7. sæti yfir þá kvenkylfinga sem unnið hafa flest risamót …. eða 7 talsins. Og Karrie hefir unnið öll risamótin nema Evían risamótið, en spilað var í fyrsta sinn í Evían mótinu sem risamóti nú í sumar…. og þar varð Karrie T-15. E.t.v. er lítil umfjöllun um Lesa meira
Ko gerir IMG að umboðsskrifstofu sinni
Unga 16 ára nýsjálenska táningsundrið í golfi, Lydia Ko sem sigrað hefir í 4 atvinnumannamótum á stuttum ferli sínum (2 sinnum á Canadian Open , árið 2012 á Women’s New South Wales Open og 2013 á ISPA Handa Women’s New Zealand Open) er gengin til liðs við IMG umboðsskrifstofuna. Margir af fremstu kylfingum heims nota IMG sem umboðsaðila sína, kylfingar á borð við Jason Dufner, Ernie Els, fyrrum nr. 1 á heimslistanum Yani Tseng, Paula Creamer og Michelle Wie. Jafnvel Tiger var hjá IMG áður leiðir hans og Mark Steinberg annars vegar og skrifstofunnar hins vegar skyldu. „IMG var augljós kostur til þess að vera umboðsaðili minn,“ sagði Ko sem ólst upp í Lesa meira
Spieth hlýtur lykla að Dallas
Nýllðinn Jordan Spieth, 20 ára, sem búinn er að eiga ótrúlegt ár á PGA mótaröðinni nú í ár hlaut nú nýverið séstakan heiður frá heimaríki sínu Texas. Spieth sem m.a. var í Forsetabikarsliði Bandaríkjanna í ár, hlaut lykil að Dallasborg, en þetta er í fyrsta sinn sem lykillinn að Dallas er afhentur nokkrum. „Ég er mjög stoltur, augljóslega, af því að vera frá Texas…. en það er enn sérstakara að vera fulltrúi Dallas,“ sagði Spieth á fundi borgarstjórnar Dallas. „(Texas) er heimili mitt, það hefir alltaf verið það og mun ávallt vera það.“ Spieth sem í upphafi árs var með engan spilarétt á PGA Tour er búinn að gulltryggja sér Lesa meira
Golfþjálfari ákærður fyrir kynferðisbrot… klst. áður en útnefna átti hann PGA þjálfara ársins!
Skv. grein í Daily Mail í morgun (sjá með því að SMELLA HÉR:) var topp-golfþjálfarinn Andrew Nesbit í San Francisco handtekinn á golfvellinum þar sem hann kenndi á og ákærður í 65 liðum fyrir kynferðisbrot gagnvart tveimur nemendum sínum. Brotin eiga að hafa átt sér stað yfir 3 ára tímabil og annað fórnarlamba Nesbit á að hafa verið svo ungur sem 12 ára þegar fyrsta brot átti sér stað. Andrew Nisbet er 31, kvæntur og hefir þjálfað golfnemendur í Las Positas golfklúbbnum í Livermore hjá San Francisco. Hann var handtekinn s.l. laugardag aðeins klukkustundum áður en veita átti honum PGA verðlaun fyrir að vera þjálfari ársins. Ákæran gegn Nisbet, sem Lesa meira
Golfvellir í Kanada (V): Shaughnessy
Icelandair bjóða nú upp á beint flug til tveggja nýrra áfangastaða í Kanada: Edmonton og Vancouver og þar opnast tækifæri fyrir íslenska kylfinga til þess að spila glæsilega golfvelli Kanada. Í Kanada eru um 2000 golfvellir. Þar af eru 233 í British Colombia og þar af eru 46 í næsta nágrenni Vancouver. Golf 1 hefur þegar kynnt 1 af þessum 46 „Vancouver“ golfvöllum þ.e. Campilano Sjá með því að SMELLA HÉR: og í dag verður golfvöllur nr. 2 nálægt Vancouver kynntur, í Shaughnessy Golf & Country Club. Í nýlegri grein Golf Digest var Shaughnessy talinn 6. besti golfvöllur af öllum 2000 golfvöllum Kanada og það vill einmitt svo til að Lesa meira
Evróputúrinn: Max Ting 4. yngstur til að spila í móti í sögu mótaraðarinnar
Það var fleira skrifað í sögubækur Evrópumótaraðarinnar á Hong Kong Open sl. helgi, en að sigurvegarinn Miguel Angel Jimenez væri elstur sigurvegara á mótaröðinni næstum 50 ára (stórafmæli hans er 5. janúar n.k.). Í mótinu tók líka þátt 4. yngsti keppandi í sögu Evrópumótaraðarinnar, Max Ting,. Hann var einn af fjölmörgum sem þátt tóku í sérstöku úrtökumóti í Hong Kong um eitt af 3 lausum sætum í mótið (styrktaraðilar og mótshaldarar fá ávallt nokkur sæti til ráðstöfunar og margir kylfingar sem sækja um í hvert sinn.) Ting spilaði á 6 yfir pari, 146 höggum og komst í mótið – 13 ára og 288 daga ungur, sá 4. yngsti í sögu Lesa meira
Afmæliskylfingar dagsins: Ólafur Már Sigurðsson og Húbert Ágústsson —————– 11. desember 2013
Afmæliskylfingar dagsins eru Ólafur Már Sigurðsson og Húbert Ágústsson. Ólafur Már er fæddur 11. desember 1978 og er því 35 ára í dag. Hann er klúbbmeistari Golfklúbbs Reykjavíkur 2013. Nú á árinu spilaði Ólafur Már m.a. á Eimskipsmótaröðinni og tók þátt í úrtökumóti fyrir Evrópumótaröðina. Húbert er fæddur 11. desember 1973 og á því 40 ára stórafmæli. Hann er í Golfklúbbi Vatnsleysustrandar. Komast má á facebook síðu Húberts hér að neðan til þess að óska honum til hamingju með merkisafmælið: Húbert Ágústsson (Innilega til hamingju með afmælið!!!) Aðrir frægir kylfingar, sem eiga afmæli í dag eru: Bradley Dub Bryant, 11. desember 1954 (59 ára); David Iwasaki-Smith, 11. desember 1959 (54 ára); Jean-Louis Lesa meira
Íslensku PGA kennararnir í 23. sæti
Íslenskir PGA golfkennarar taka þátt í golfmóti PGA golfkennara (International Teams Championship) sem fram fer á Onyria Palmares Alvor golfvellinum, í Algarve, Portúgal, 10.-13. desember 2013. Íslensku sveitina skipa þeir: Hlynur Geir Hjartarson, Ingi Rúnar Gíslason og Sigurpáll Geir Sveinsson. Sveit íslenskra PGA golfkennara er í 23. sæti af 26 liðum sem þátt taka. Á besta skorinu af Íslendingunum er Ingi Rúnar (82 79), næstur er Hlynur Geir (82 81) og Sigurpáll Geir var á 90 og 87. Samtals er íslenska sveitin á 36 yfir pari, 324 höggum (164 160), en tvö bestu skor hvers dags telja. Efstir eru Danir á samtals 10 yfir pari eftir 2 daga; næstir eru Lesa meira
PGA: 10 flottustu ásarnir á PGA, Web.com og Champions árið 2013 – Myndskeið
Hér fyrir neðan er myndskeið af flottustu draumahöggunum árið 2013 á sterkustu golfmótaröð heims, PGA Tour og jafnframt á Web.com og Champions Tour. Sjá má myndskeiðið með því að SMELLA HÉR:










