Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 13. 2013 | 10:30

Nelson Mandela Championship í beinni

Nú í dag verður Nelson Mandela Championship fram haldið, en mótið hófst á miðvikudeginum og átti að ljúka á morgun, en var frestað vegna úrhellisrigningar og óspilanlegs vallar í kjölfarið.  Mótið fer því fram 11.-14. desember í Mount Edgecombe CC í Durban, KwaZulu Natal, Suður-Afríku.

Ekki tókst að ljúka 1. hring á miðvikudag en það tókst í morgun og þegar er tekið til við að spila 2. hring. Mótið hefir verið stytt í 54 holu keppni.

Eftir 1. dag mótsins leiðir enski nýliðinn Daníel Brooks á 8 undir pari, 62 höggum. Sjá má kynningu Golf 1 á Brooks með því að SMELLA HÉR: 

Til þess að sjá Nelson Mandela Championship SMELLIÐ HÉR: 

Til þess að fylgjast með Nelson Mandela Championship á skortöflu SMELLIÐ HÉR: