Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 13. 2013 | 06:00

GÖ: Guðmundur endurkjörinn formaður – 2,9 milljóna hagnaður

Aðalfundur GÖ var haldinn í Skipholti 70 þriðjudaginn 10. desember 2013.  Nýendurkjörinn formaður Guðmundur E. Hallsteinsson sendi frá sér eftirfarandi fundargerð:

„Í stjórn voru kosnir:

Formaður Guðmundur E. Hallsteinsson, aðrir stjórnarmenn eru Knútur Kristinsson, Guðjón Snæbjörnsson, Guðlaug Þorgeirsdóttir og Ragnar Guðmundsson.

Varastjórn:

Þórir Björgvinsson og Hannes Björnsson.

Endurskoðendur:

Stefán Gunnarsson og Þröstur Eggertsson.

Árgjöld klúbbsins voru ákveðin og verða árið 2014:

Einstaklingar kr. 56.500, hjónagjald kr.85.000, unglingar greiða kr. 18.000, námsmenn í fullu námi kr. 28.250,

öldungar og öryrkjar greiða hálft gjald.

 

Rekstur golfklúbbsins gekk vel þrátt fyrir votviðrasamt golfsumar. Hagnaður af rekstrinum var kr. 2.916.758.

Þess skal getið að golfklúbburinn verður 40 ára á næsta ári. Þeirra tímamóta verður fagnað með ýmsum hætti.  Á afmælisárinu verða tvær nýjar flatir teknar í notkun, á 1. braut og 9.braut.

Ef einhver hefur ekki eignast klúbbpeysu eða bol er það tilvalin jólagjöf. Nánari upplýsingar veitir undirritaður.

Stjórn golfklúbbsins óskar golfklúbbsfélögum gleðilegra jóla og farsæls nýs árs.

 

Fyrir hönd stjórnar, Guðm.E.Hallsteinsson.“