Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 13. 2013 | 13:00

Rose og Garcia leiða í Thaílandi

Þessa dagana 12.-15. desember fer fram á par-72, 7.488 yarda Amata Spring CC golfvellinum, í Thaílandi, Thaíland Golf Championship, en mótið er hluti af Asíutúrnum.

Í hálfleik, þ.e. eftir 2 leikna hringi eru það meistari Opna bandaríska, Justin Rose (65 68) og Sergio Garcia (68 65)  sem leiða á samtals 133 höggum hvor. Til þess að sjá viðtal við forystumann eftir 2. dag Justin Rose SMELLIÐ HÉR: 

Þriðja sætinu deila 3 kylfingar, sem eru 2 höggum á eftir forystumönnunum á samtals 135 höggum hver:  Alex CEJKA ( 64 71);  Anirban LAHIRI ( 71 64), Alexander LEVY ( 70 65).

Í 6. sæti er síðan Rickie Fowler á samtals 136 höggum (70 66) og  sjöunda sætinu deila síðan 4 kylfingar á samtals 137 höggum, hver: nr. 1 í Evrópu: Henrik STENSON ( 70 67), Kiradech APHIBARNRAT (69 68), Sujjan SINGH (68 69) og  Andrew DODT ( 72 65).

Frábært tækifæri gefst á móti sem þessu að bestu kylfingar Asíu og Evrópu leiði saman hesta sína eða réttara sagt poka sína.

Til þess að sjá heildarstöðuna eftir 2. dag á Thailand Golf Championship SMELLIÐ HÉR: