Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 13. 2013 | 10:00

Hörður Þorsteinsson: „792 golfholur á Íslandi“ (1/3)

Hörður Þorsteinsson, framkvæmdastjóri GSÍ hélt frábæran fyrirlestur á málþingi sem GSÍ stóð fyrir föstudaginn 22. nóvember 2012.  Hann bar yfirskriftina: „Golfvellir í hvert sveitarfélag.“

Hér er gripið niður í fyrirlestur Harðar:

„Ég ætla að fara í nokkrar tölur um golf á Íslandi. Og ég segi golf í hvert sveitarfélag. Við erum náttúrulega með 65 golfvelli hringinn í kringum landið. Dreifing á golfvöllum á Íslandi er mjög athyglisverð miðað við víða.  Það er ekki langt á milli valla. Við erum með 65 velli; 49 9-holu velli og 18 18-holu velli og 1 27-holu völl. Þannig að það er gríðarlega mikill fjöldi golfvalla á Íslandi og 792 golfholur.

(Af glæru) Á Íslandi eru 16.622 félagar í golfklúbbum árið 2013. Þar af eru flestir í GR 2818 og svo  GKG 1934, GK 1442, GO 1108, GKJ 747, NK 625, o.s.frv.  Flestir 15 ára og yngri eru í GKG (338) og síðan í GK (110).

Fjöldinn hjá okkur á Íslandi… við höfum verið lánsöm með það síðustu 10 árin, þá hefir verið mikil fjölgun í hreyfingunni og það er svolítið annað en hefir verið að gerast í Evrópu. Við nefndum það hér áðan að golfklúbburinn væri hjartað í golfsamfélaginu. Samt eins og í Frakklandi þá eru þeir að missa mikið af mönnum úr klúbbunum vegna þess að þeir leyfa mönnum að skrá sig með forgjöf beint til golfsambandsins þannig að þó það sé status quo kannski í kylfingum þá eru klúbbarnir að missa félaga. Og þetta hefir ekki verið hér á Íslandi. Við höfum haft þá gæfu að keyra okkar einingar í klúbbunum og ég held að það skipti mjög miklu máli að við höldum því áfram. Þetta er víða í Evrópu þar sem menn hafa gert svona internet klúbba eða póstklúbba eitthvað slíkt og þá fjarlægjast menn þetta og unga fólkið er kannski svolítið til að hafa frelsi til að spila hvar sem er og gengur ekki í klúbb. Þar hafa verið forgjafarmörk og krafa á það o.s.frv.

En nú er að koma að því, eiginlega í fyrsta skiptið að það fækkar. Kylfingum fækkar um 40 árið 2013 frá því á árinu áður, þannig að þetta er aðeins að snúast við og þá er spurningin hvað getum við gert og hvað eigum við að gera til þess að vera ekki að upplifa það sem menn hafa verið að sjá í Skandinavíu og Evrópu. Fjölgunin hjá okkur hefir verið mest hjá okkur hér á höfuðborgarsvæðinu, þar hefir verið öflugt starf og klúbbarnir hafa verið að stækka og holum að fjölga og kylfingum líka og þar liggur svona bróðurparturinn í fjölguninni á síðustu árum. Vissulega sjáum við hér sem er vissulega áhyggjuefni að börn eða ungmenni 15 ára og yngri – það stendur í stað s.l. 10 ár – það er svolítið umhugsunarefni fyrir okkur í hreyfingunni að börn skuli að við skulum ekki vera að ná meiri árangri í barna- og unglingastarfi en þetta vegna þess að við sjáum það samt að mótaraðirnar hjá okkur þær eru að eflast þannig að við þurfum aðeins að hugsa náum við meiri breidd og fjölda inn af börnum og unglingum. Ég held að það skipti máli og þetta er eitthvað sem við þurfum að vinna saman að þ.e. finna leiðir.

Ég er með tölur (sýnt á slights) – hér er Reykjanesið og hvernig þróunin hefir verið þar. Þar hefir verið fækkun á s.l. 10 árum. Vesturlandið, það stendur í stað. Vestfirðirnir þar er fækkun. Þar er að fækka í byggðunum. Það er mjög sorglegt að Golfklúbburinn Gláma í Dýrafirði, sem missti klúbbhúsið sitt og er með 6-7 félaga sem eru virkir, sé trúlega að leggjast af. Á landsbyggðinni eru klúbbarnir í erfiðri stöðu, sumir. Norð-Vesturland þar er líka mjög svipuð staða, það er svona status quo þar, á Norð-Austurlandi hins vegar hefir verið fjölgun á s.l. 10 árum en hefir staðið í stað undanfarið. Á Austurlandi hefir orðið nokkur fjölgun. En síðan hefir verið mikil fjölgun á Suðurlandi. Það er náttúrulega frábær uppbygging í kringum sumarbústaðasvæðin á Suðurlandi, sem hefir orðið til þess að þar hefir fjölgað. Þar hafa náttúrulega nýir vellir komið inn á s.l. 10 árum og þar er mikið að stækka.