Afmæliskylfingur dagsins: Oliver Horovitz – 14. desember 2013
Það er kylfusveininn í St. Andrews, Oliver Horovitz, sem heimsótti okkur íslenska kylfinga hér og hélt fyrirlestur 26. nóvember s.l. á Icelandair Hotel Reykjavík Natura, sem er afmæliskylfingur dagsins. Oliver skrifaði frábæra bók um kylfusveinsstörf sín í vöggu golfíþróttarinnar og mun bókinni verða gerð nánarsi skil hér á Golf 1 síðar. Oliver fæddist 14. desember 1985 og er því 28 ára í dag. Hann á tvíburasystur, Hannah og óskar Golf 1 þeim systkinum innilega til hamingju með daginn! Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Jane Crafter, 14. desember 1955 (58 ára) ….. og ……. Oliver Horovitz (Happy birthday Ollie!!!) Ragnar Davíð Riordan (31 árs) Unnur Lesa meira
Valdís Þóra á 74 höggum 1. daginn á lokaúrtökumótinu
Valdís Þóra Jónsdóttir, GL, lék 1. hringinn á lokaúrtökumótinu fyrir LET, eða Evrópumótaröð kvenna í dag. Það leit ekki vel út eftir fyrstu 9 holurnar en þá var Valdís Þóra á 3 yfir pari, eftir 10. holu var hún jafnvel á 4 yfir pari, en hún sýndi karakter á síðustu 8 holunum, hélt jöfnu og náði fuglum á 2 síðustu lokaholunum. Niðurstaðan var sú að Valdís Þóra lék á 2 yfir pari, 74 höggum fyrsta hringinn. Hún deilir sem stendur 50. sæti ásamt 9 öðrum m.a. Bonitu Bredenhann, sem komst í gegnum Q-school í fyrra og var sú fyrsta til þess að spila á Evrópumótaröð kvenna f.h. Namibíu – Sjá Lesa meira
Dawie Van der Walt sigraði á Nelson Mandela Championship
Það var heimamaðurinn Dawie Van der Walt sem sigraði á Nelson Mandela Championship í dag, á golfvelli Mount Edgemount CC í Durban, Kwa-Zulu Natal í Suður-Afríku. Van der Walt spilaði á samtals 15 undir pari, 195 höggum (67 62 66). Hann átti 2 högg á þá 2 sem deildu 2. sætinu: Spánverjann Jorge Campillo, sem átti svo frábæran hring upp á 59 högg í gær og Englendinginn Matthew Baldwin. Colin Nel frá Suður-Afríku, sá sem einnig spilaði á 59 höggum í gær, lauk keppni í 40. sæti ásamt 9 öðrum kylfingum en 12 högga sveifla var milli hrings hans í dag og þess í gær. Í 4. sæti varð Frakkinn Lesa meira
Erfið byrjun hjá Valdísi Þóru á lokaúrtökumótinu
Valdís Þóra Jónsdóttir, GL hóf í dag leik á lokaúrtökumótinu fyrir Evrópumótaröð kvenna, LET (ens. Ladies European Tour) en mótið fer fram á golfvelli Samanah golfklúbbsins & Al Maaden golfstaðnum í Marrakech, Marokkó. Alls taka 95 stúlkur þátt í lokaúrtökumótinu og eru leiknir 4 hringir. Eftir það er skorið niður og spila 60 efstu um 30 sæti á LET á 5. og lokahringnum. Valdís Þóra átti því miður erfiða byrjun; fékk þrefaldan skolla á 1. holu þ.e. var með 7 högg á par-4 1. holuna og fékk síðan skolla á 3. holu. Valdís því komin í 4 yfir eftir 3 spilaðar holur. Hún sýndi þó karakter og tók þetta aftur á 4. Lesa meira
Sergio Garcia efstur – Stenson í 2. sæti í Thaílandi eftir 3. dag
Sergio Garcia lauk 3. hring á Thaíland Golf Championship með 2 fuglum og var á 7 undir pari, 65 höggum og er kominn með 4 högga forskot á næstu menn: nr. 1 í Evrópu, Henrik Stenson (65) og Indverjann Anirban Lahiri (67). „Ég náði nokkrum góðum höggum og fylgdi þeim síðan eftir með 2-3 virkilega góðum púttum og það var gaman að ljúka með fuglum en þetta er mjög erfiður lokakafli,“ sagði Garcia eftir hringinn góða, en hann leiðir sem segir fyrir lokahringinn, sem leikinn verður á morgun. Justin Rose, sem leiddi með Garcia í hálfleik náði aðeins að leika á 70 höggum og er 5 höggum á eftir Garcia nú í Lesa meira
Campillo og Nel spiluðu báðir 2. hring á Mandela mótinu á 59 höggum!!!! … en fá metið ekki skráð
Það hefir aldrei gerst á Evrópumótaröðinni, allt frá því að henni var hleypt af stokkunum árið 1972 að kylfingur leiki á 59 höggum í móti á mótaröðinni…. hvað þá að tveir kylfingar nái 59 högga draumahringi í einu og sama mótinu. Það gerðist þó í gær þegar 2. hringur Nelson Mandela Championship var leikinn í KwaZulu Natal í Suður-Afríku. Það voru þeir Jorge Campillo frá Spáni og Colin Nel frá Suður-Afríku, sem báðir náðu að leika á 11 undir pari, 59 höggum …. en met þeirra verða ekki skráð!!! Vonbrigði það!!! Ástæðan er hins vegar sú að kylfingar gátu lyft bolta og hreinsað vegna mikils votviðris sem ítrekað hefir valdið Lesa meira
Nýju strákarnir á Evróputúrnum 2014: Jens Dantorp (14/27)
Í dag verður fram haldið að kynna þá 5 stráka, sem deildu 12.-16. sæti í Q-school Evrópumótaraðarinnar, sem fram fór á Catalunya golfvellinum, í Girona, á Spáni, 10.-15. nóvember 2013. Þetta voru þeir Patrik Sjöland, Brinson Paolini, Jens Dantrop, Simon Wakefield og James Heath. Allir léku þeir á samtals 11 undir pari, 417 höggum og hlutu € 3.170 í verðlaunafé. Nú þegar hafa Sjöland og Paolini verið kynntir en sá sem kynntur verður í dag varð í 14. sæti – Jens Dantorp. Dantorp er einn af 3 sænskum kylfingum sem komust á Evróputúrinn að þessu sinni í gegnum Q-school en hinir voru Patrik Sjöland og Mikael Lundberg (varð í 5.-7. sæti). Dantorp spilaði á (66 68 Lesa meira
Moe Norman – kylfingurinn sem 3 sinnum spilaði hring upp á 59 högg (2/8)
Icelandair býður nú upp á tvo nýja áfangastaði í Kanada; Edmonton og Vancouver og býðst íslenskum kylfingum nú frábært tækifæri að spila frábæra golfvelli í kringum þær borgir sem telja eitthvað á 2. hundrað en golfvellir í Kanada eru hátt í 2000. Í tengslum við þessar kynningar er ætlunin að kynna einn helsta son Kanada golflega séð; kylfing sem þó svo margir kannast ekkert við. Hér fer 2. hlutinn af 8 greinum um Moe Norman (áður birt hér á Golf 1 – aðeins á facebook 2011): Kanadíski kylfingurinn Murray Irwin Norman alltaf kallaður Moe var e.t.v. einn besti kylfingur heims á sínum tíma, m.a. í að slá bein högg. Lesa meira
PGA: 3 lið efst í Franklin Templeton Shootout eftir 1. dag
Þessa daganna 9.-15. desember 2013 fer fram Franklin Templeton Shootout í Ritz-Carlton golfstaðnum í Naples, Flórída. Gestgjafi mótsins er hvíti hákarlinn, Greg Norman. Tveggja manna lið 24 nokkurra bestu kylfinga (þ.e. 12 lið) á PGA Tour keppa um $ 3,1 milljón í móti þar sem m.a. er spilaður besti bolti, betri bolti og scramble. 3 lið eru efst og jöfn eftir 1. keppnisdag: Lið Sean O´Hair og Kenny Perry, sem eiga titil að verja; lið Harris English og Matt Kuchar og lið Charles Howell III og Justin Leonard en öll léku þessi lið á 8 undir pari. Til þess að sjá stöðuna eftir 1. keppnisdag SMELLIÐ HÉR:
Hörður Þorsteinsson: „Vantar stefnumörkun sveitarfélaga varðandi golfíþróttina“ (2/3)
Hörður Þorsteinsson, framkvæmdastjóri GSÍ hélt frábæran fyrirlestur á málþingi sem GSÍ stóð fyrir föstudaginn 22. nóvember 2013. Hann bar yfirskriftina: „Golfvellir í hvert sveitarfélag.“ Hér fer 2. hluti fyrirlestrar Harðar: „En þá er spurningin hvernig byggjum við upp golfklúbbana? Hver á að byggja golfvelli á Íslandi? Á glæru fyrir aftan Hörð: „Er markvisst unnið eftir íþróttastefnu í stuðningi við íþróttahreyfinguna og uppbyggingu mannvirkja? Þá vil ég spyrja: Er unnið eftir einhverri íþróttastefnu í stuðningi við hreyfinguna og uppbyggingu mannvirkja? Hvernig á uppbyggingin sér stað á Íslandi og hvernig er þróunin á því? Þá er hér íþróttastefna ríkisins og hún er mjög athyglisverð. Á glæru fyrir aftan Hörð: „Íþróttastefna ríkisins Markmið Lesa meira










