Valdís Þóra Jónsdóttir, GL. Mynd: Golf 1
Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 14. 2013 | 13:45

Erfið byrjun hjá Valdísi Þóru á lokaúrtökumótinu

Valdís Þóra Jónsdóttir, GL hóf í dag leik á lokaúrtökumótinu fyrir Evrópumótaröð kvenna, LET (ens. Ladies European Tour) en mótið fer fram á golfvelli Samanah golfklúbbsins & Al Maaden golfstaðnum í Marrakech, Marokkó.

Alls taka 95 stúlkur þátt í lokaúrtökumótinu og eru leiknir 4 hringir. Eftir það er skorið niður og spila 60 efstu um 30 sæti á LET á 5. og lokahringnum.

Valdís Þóra átti því miður erfiða byrjun; fékk þrefaldan skolla á 1. holu þ.e. var með 7 högg á par-4 1. holuna og fékk síðan skolla á 3. holu.  Valdís því komin í 4 yfir eftir 3 spilaðar holur.  Hún sýndi þó karakter og tók þetta aftur á 4. og 7. holum þar sem hún var með fugla en kláraði fyrri 9 með skolla á 9. holu – aftur komin niður í 3 yfir par.  Hún fékk síðan aftur skolla á 10. holu og er því á 4 yfir pari eftir 12 leiknar holur, en á 11. og 12. holu var hún á pari.

Hugurinn er hjá Valdísi Þóru síðustu 6 holurnar og vonandi tekst henni að taka þetta eitthvað aftur – markmiðið hlýtur að vera að spila meðal 60 efstu 5. hringinn!!!!  Vonandi gengur allt vel!!!  Sem stendur, eftir 12 leiknar holur deilir Valdís Þóra 71. sætinu með 8 öðrum, en það getur auðvitað breyst.

Í efsta sæti sem stendur er bandaríski kylfingurinn Tessa Teachman á 5 undir pari, 67 höggum – skilaði „hreinu“ skorkorti með 5 fugla og 13 pör – en margar eiga eftir að ljúka leik, þ.á.m. Valdís Þóra.

Til þess að fylgjast með Valdísi Þóru á skortöflu á 1. degi Lalla Aicha  Tour  School Final Qualifying SMELLIÐ HÉR: